May mætir Corbyn í Brexit-kappræðum Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2018 12:54 Theresa May, forsætisráðherra og formaður Íhaldsflokksins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins. Getty/WPA Pool Breskir sjónvarpsáhorfendur mega líklegast eiga von á líflegum umræðum þann 9. desember næstkomandi þegar Theresa May, forsætisráðherra landsins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn. Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti um helgina samninginn um útgöngu Bretlands og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og sambandsins. May mun á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að fá Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, en þingið mun svo greiða atkvæði um hann 11. desember. Breskir stjórnarandstæðingar og stjórnarliðar hafa margir harðlega gagnrýnt samninginn og sagst ætla að greiða atkvæði gegn honum, meðal annars Corbyn og Arlene Foster, leiðtogi DUP, flokksins sem ver minnihlutastjórn May falli. Fulltrúar ESB hafa sagt að ekki verði samið upp á nýtt, að þetta sé eini samningurinn sem í boði verði. „Ég er reiðubúin að ræða við Jeremy Corbyn. Af því að ég er með áætlun. Það er hann ekki,“ segir May í samtali við The Sun. Ekki liggur fyrir hvort fleirum verði boðið til kappræðnanna, en Vince Cable, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Skoski þjóðarflokkurinn hafa krafist þess að fá að taka þátt. Bretland Brexit Tengdar fréttir Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Breskir sjónvarpsáhorfendur mega líklegast eiga von á líflegum umræðum þann 9. desember næstkomandi þegar Theresa May, forsætisráðherra landsins, og Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins, munu mætast í kappræðum um Brexit-samninginn. Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti um helgina samninginn um útgöngu Bretlands og pólitíska yfirlýsingu um framtíðarsamskipti Bretlands og sambandsins. May mun á næstu dögum ferðast vítt og breitt um Bretland til að fá Breta til að fylkja sér á bakvið samninginn, en þingið mun svo greiða atkvæði um hann 11. desember. Breskir stjórnarandstæðingar og stjórnarliðar hafa margir harðlega gagnrýnt samninginn og sagst ætla að greiða atkvæði gegn honum, meðal annars Corbyn og Arlene Foster, leiðtogi DUP, flokksins sem ver minnihlutastjórn May falli. Fulltrúar ESB hafa sagt að ekki verði samið upp á nýtt, að þetta sé eini samningurinn sem í boði verði. „Ég er reiðubúin að ræða við Jeremy Corbyn. Af því að ég er með áætlun. Það er hann ekki,“ segir May í samtali við The Sun. Ekki liggur fyrir hvort fleirum verði boðið til kappræðnanna, en Vince Cable, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Skoski þjóðarflokkurinn hafa krafist þess að fá að taka þátt.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Munu endurskoða stuðning sinn verði Brexit-samningurinn samþykktur Leiðtogi DUP segir að flokkurinn muni endurskoða stjórnarsamstarf hans og Íhaldsflokkinn, fari svo að breska þingið samþykki Brexit-samninginn. 25. nóvember 2018 11:39
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52
Þarf að snúa 85 þingmönnum Leiðtogar Evrópusambandsríkja samþykktu Brexit-plöggin í gær. Segja betri samning ekki mögulegan fyrir Breta. Stærðfræðin á breska þinginu erfið fyrir forsætisráðherra sem þarf að snúa 85 þingmönnum. 26. nóvember 2018 06:30