Rússar vara við auknum átökum vegna herlaga Samúel Karl Ólason skrifar 27. nóvember 2018 11:31 Dmitry Peskov, talsmaður Pútín. EPA/SERGEI CHIRIKOV Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar. Rússland Úkraína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Yfirvöld Rússlands segja að herlög í Úkraínu muni leiða til aukinna átaka í austurhluta landsins þar sem aðskilnaðarsinnar, sem Rússar styðja, hafa tekið stjórnina. Þetta sagði Dmitry Peskov, talsmaður Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í dag. Herlögin voru samþykkt af þingi Úkraínu í gær, í kjölfar þess að Rússar hertóku þrjú skip sjóhers Úkraínu sem verið var að sigla til Mariupol. Einhverjir sjóliðar særðust þegar skipin voru hertekin og búist er við því að allir sjóliðarnir 23 verði færðir fyrir dómara seinna í dag.Ríkisreknar sjónvarpsstöðvar í Rússlandi hafa í dag birt myndbönd af úkraínsku sjóliðunum. Einn þeirra las upp tilkynningu um að hann sagði siglingu þeirra hafa verið ógnandi. Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hefur biðlað til yfirvalda Úkraínu og Rússlands að sýna stillingu og stakk upp á því að Þýskaland, Frakkland, Rússland og Úkraína gætu unnið saman til að leysa deiluna. Peskov gaf þó lítið fyrir það og sagði enga þörf á því að fá utanaðkomandi aðila til að miðla málum. Hann sagði Rússa líta á málið sem einfalt brot á lögsögu þeirra. Rússar segja skip Úkraínu hafa siglt inn í lögsögu þeirra, án leyfis. Sendinefnd Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í gær að „ögrun“ þessi hefði verið skipulögð fyrir fram með aðkomu vesturvelda og markmiðið væri að auka hervæðingu Asóvshafs, án þess þó að færa nokkrar sannanir fyrir því.#Polyanskiy: This #Ukrainian provocation has been planned in advance with a full connivance of #Western states which have given carte blanche to any actions of #Kiev.Over the past months Kiev has been fueling the issue of so-called militarization of the Azov Sea with #US support. pic.twitter.com/3l2QC74uH5 — Russian Mission UN (@RussiaUN) November 26, 2018 Úkraínumenn segja þó að skipaferðirnar hafi verið samkvæmt lögum og að Rússar hafi þar að auki verið látnir vita af þeim. Yfirvöld Úkraínu segja að skipin hafi verið á leið frá Odessa til borgarinnar Mariupol. Sú borg er undir stjórn yfirvalda í Kænugarði og er nálægt yfirráðasvæði aðskilnaðarsinnanna. Ríkin gerðu samkomulag árið 2003 um að Asóvshaf væri sameiginlegt hafsvæði þeirra. Asóvsaf liggur austur af Krímskaga og suður af landsvæði Úkraínu og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu Rússar innlimuðu Krímskaga af Úkraínu árið 2014 og tóku óeinkennisklæddir sérsveitarmenn þátt í innlimuninni. Í fyrstu neituðu yfirvöld Rússlands að viðurkenna að þar væru hermenn þeirra á ferð en Vladimir Pútín, forseti Rússlands, viðurkenndi það seinna meir. Brú var byggð yfir Kerchsund eftir innlimun Krímskaga og var hún opnuð fyrr á þessu ári. Síðan þá hafa Rússar aukið umsvif sín í Asóvshafi og að undanförnu hafa Rússar farið um borð í öll skip sem siglt er til eða frá höfnum Úkraínu og leitað þar um borð. Áðurnefnd herlög verða í gildi í 30 daga í tíu héruðum Úkraínu. Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, sagði í gær að veruleg hætta væri á innrás Rússa. Gagnrýnendur forsetans óttast þó að hann muni nota herlögin til að koma í veg fyrir að forsetakosningar verði haldnar í mars, eins og til stendur. Poroshenko þykir óvinsæll í Úkraínu, samkvæmt BBC, en hefur þvertekið fyrir að vilja koma í veg fyrir kosningarnar.
Rússland Úkraína Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira