Ásmundi varð ljóst eftir Kastljósþátt að ÍNN-ferðirnar orkuðu tvímælis Birgir Olgeirsson skrifar 27. nóvember 2018 11:15 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar þegar vann að þáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þetta segir Ásmundur í bréfi sem hann sendi forsætisnefnd vegna aksturskostnaðar sem hann fékk endurgreiddan frá skrifstofu Alþingis. Ásmundur segir í bréfinu að honum hafi orðið það ljóst eftir Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu í febrúar síðastliðnum að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Hann bendir á að hann sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Hann segist hafa verið í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir. „Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða. Slíkt orkar tvímælis,“ segir Ásmundur í bréfi sínu. Hann segist hafa vegna þess og að eigin frumkvæði endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur þann 19. febrúar síðastliðinn vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar til að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“ Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar þegar vann að þáttum sem sýndir voru á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Þetta segir Ásmundur í bréfi sem hann sendi forsætisnefnd vegna aksturskostnaðar sem hann fékk endurgreiddan frá skrifstofu Alþingis. Ásmundur segir í bréfinu að honum hafi orðið það ljóst eftir Kastljósþátt í Ríkissjónvarpinu í febrúar síðastliðnum að það gæti orkað tvímælis að blanda saman ferðum sínum um kjördæmið og ferðum á sama tíma með tökufólki ÍNN. Hann bendir á að hann sem þingmaður þáði ekki laun sem þáttastjórnandi hjá ÍNN. Hann segist hafa verið í sömu stöðu og þingmenn allra flokka sem tóku að sér þáttagerð hjá ÍNN á þessum tíma og þáðu ekki laun fyrir. „Ákveðið var að þættir mínir væru teknir víða í kjördæmi mínu og ræddi ég við áhugaverða viðmælendur, kynnti þá og kjördæmið í leiðinni. Ég leit þannig á að ég væri að slá tvær flugur í einu höggi; nýta ferð í þágu þingstarfa til að vinna að þáttagerðinni samhliða. Slíkt orkar tvímælis,“ segir Ásmundur í bréfi sínu. Hann segist hafa vegna þess og að eigin frumkvæði endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur þann 19. febrúar síðastliðinn vegna ferða sem honum höfðu verið endurgreiddar til að enginn vafi léki á því að rétt væri að staðið. „Enda vil ég alltaf koma rétt og heiðarlega fram.“
Alþingi Tengdar fréttir Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28 Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Sjá meira
Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. 26. nóvember 2018 14:28
Björn Leví ekki hættur þrátt fyrir niðurstöðu Forsætisnefnd Alþingis telur ekki skilyrði fyrir því að fram fari almenn rannsókn á endurgreiðslum til þingmanna vegna aksturs. 27. nóvember 2018 06:15