Nýbakaður gullverðlaunahafi á leið í fangelsi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2018 07:45 Denis Shramko var vel fagnað í Lúxemborg um helgina. Hér er hann ásamt Elizu Reid, verndara Kokkalandsliðsins eftir að gullverðlaunin voru í höfn. Kokkalandsliðið Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara. Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Denis Shramko, nýbakaður gullverðlaunahafi í sykurgerðarlist á heimsmeistaramóti kokkalandsliða sem fram fór í Lúxemborg um helgina, var á föstudaginn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur árið 2016. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstudaginn. Daginn eftir hlaut Denis gullverðlaun í Lúxemborg en landsliðið kom til landsins í gær. Dómurinn yfir Denis hefur ekki verið birtur enn sem komið er á vefsíðu dómstólanna. Var Denis ákærður fyrir líkamsárás í janúar 2016 annars vegar og mars 2016 hins vegar en DV fjallaði um ákæruna í apríl síðastliðnum. Hnefahögg í andlit Fyrri árásin varð á skemmtistaðnum D-10 við Hafnarstræti. Þar var hann sakaður um að hafa ráðist á karlmann og kýlt hann með krepptum hnefa í andlitið. Brotnaði úr sex tönnum hjá þeim sem fyrir árásinni varð auk sem þess sem maðurinn hlaut fjölmarga aðra áverka á andliti og augum. Síðari árásin var á Ingólfstorgi. Þar sló Denis aftur karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að maðurinn féll í jörðina. Í framhaldinu er Denis sagður hafa sparkað nokkrum sinnum í andlit hans og traðkað á höfði hans. Hlaut maðurinn langan skurð á neðri vör sem náði í gegn, brotið nefbein auk mars og bólgna á andlitinu. Hljóp af vettvangi umferðaslyssÞá hlaut Denis 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm 6. desember í fyrra fyrir líkamsárás sem átti sér stað í maí 2015, sömuleiðis í miðbæ Reykjavíkur, og að hafa hlaupið af vettvangi eftir að hafa ekið bíl sínum aftan á annan bíl í maí 2016. Líkamsárásin virðist hafa verið að tilefnislausu. Karlmaður hafði spurt hóp fólks hvort einhver ætti sígarettu þegar hann var skyndilega kýldur hnefahöggi. Árásarmaðurinn hljóp af vettvangi. Vitni urðu að árásinni og þrátt fyrir að Denis neitaði að hafa kýlt karlmanninn og sagðist raunar ekki viss hvort hann hefði verið í miðbænum umrætt kvöld var hann sakfelldur. Áreksturinn varð á Reykjanesbraut nærri Sprengisandi í maí 2016. Ók Denis bíl aftan á annan. Tveir slösuðust í hinum bílnum en Denis og farþegi hlupu á brott. Framburður Denis og félaga hans tók stöðugum breytingum en niðurstaðan var sú að Denis hefði ekið bílnum. Denis er 25 ára og af rússnesku bergi brotinn. Samkvæmt því sem fram kemur á Instagram-síðu hans er hann sjálfstætt starfandi leiðsögumaður.Uppfært klukkan 10:25Í tilkynningu frá Kokkalandsliðinu í kjölfar fréttar Vísis kemur fram að Denis sé ekki meðlimur í því. Denis Shramko keppti í einstaklingskeppni sem íslendingur í sykurgerðarlist og vann til gullverðlauna og óskum við honum til hamingju með þann árangur. Móðir Denis, Maria Shramko er landsliðskokkur til margra ára þannig þannig að klúbbnum og landsliðinu rann blóðið til skyldunar að vera honum til halds og trausts í keppninni þó hann væri þarna á eigin vegum. Denis sjálfur er ekki meðlimur í kokkalandsliðinu né meðlimur í Klúbbi matreiðslumeistara.
Dómsmál Kokkalandsliðið Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira