Aðhafast ekkert frekar vegna bréfaskrifta Einars Bárðarsonar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 15:39 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur mun ekki aðhafast neitt frekar vegna tölvupósts sem Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt upp störfum sem forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki OR. Var þetta ákveðið á stjórnarfundi á föstudaginn þar sem einnig var tekin ákvörðun um að framlengja uppsagnarfrest Áslaugar Thelmu og Bjarna Más Júlíussonar sem var sagt upp sem framkvæmdastjóra ON. Fyrst var greint frá þessu á vef Morgunblaðsins en Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi OR og talsmaður ON, staðfestir þetta í samtali við Vísi.Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Í tölvupósti sem Einar sendi stjórnendum OR eftir að Áslaugu var sagt hafði hann meðal annars orð á því að hann myndi ekki linna látum fyrr en Áslaug hefði fengið réttlát málalok. „Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína,“ sagði meðal annars í póstinum. Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, sagði í síðustu viku að hún hefði upplifað póstinn sem hótun. Þá útilokaði hún ekki kæru vegna bréfaskrifta Einars. Einar sagðist sjálfur hafa verið í geðshræringu þegar hann skrifaði bréfið og að hann hefði orðað hlutina óheppilega. Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, á vef Morgunblaðsins að stjórn OR hefði ekki talið það þjóna hagsmundum fyrirtækisins eða öðrum að taka málið lengra. Varðandi lengdan uppsagnarfrest segir Berglind að mat stjórnarinnar hafi verið að sanngirni felist í því að lengja uppsagnarfrest Áslaugar og Thelmu í ljósi aðstæðna. Miðað sé við þann tíma sem það tók innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að skrifa skýrslu um vinnustaðamenningu og starfsmannamál fyrirtækisins sem hafi verið ákveðinn óvissutími. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, mun snúa aftur til starfa á morgun en hann var í leyfi á meðan úttektin var gerð.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57 Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Fleiri fréttir Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Sjá meira
Borgarfulltrúi stendur heilshugar með Áslaugu Thelmu og segir hana hafa orðið fyrir opinberri smánun Segir sögu Áslaugar Thelmu vera klassíska Metoo-sögu. 25. nóvember 2018 17:57
Starfsfólk OR fengið nóg af rangtúlkunum og ósanngirni Í yfirlýsingu Starfsmannafélags OR og trúnaðarmanna starfsmanna segir að fullyrðingar um að vinnustaðurinn sé rotinn og að þar ríki þöggun séu rangar. 23. nóvember 2018 13:34
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00