Reynum að draga lærdóm af þessum Evrópuleikjum Kristinn Páll Teitsson skrifar 26. nóvember 2018 10:30 Patrekyur Jóhannesson. Evrópuævintýri Selfyssinga lauk um helgina þrátt fyrir eins marks sigur gegn pólska félaginu Azoty-Pulawy en pólska liðið fer áfram á 60-54 sigri samanlagt. Er þetta annað árið í röð sem íslenskt lið kemst í 32-liða úrslit EHF-bikarsins þar sem sigur tryggir liðinu þátttökurétt í riðlakeppninni en líkt og FH í fyrra tókst Selfyssingum ekki að komast áfram. Selfyssingar urðu fyrir áfalli þegar í ljós kom að ungstirnið Haukur Þrastarson gæti ekki tekið þátt í leiknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur verið einn besti leikmaður liðsins á báðum endum vallarins undanfarið ár og Selfoss þurfti að vinna upp sjö marka forskot. Liðin skiptust á mörkum og var leikurinn hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks kom tækifæri Selfyssinga, þeir voru fjórum mörkum yfir og fengu sókn til að komast fimm mörkum yfir en náðu ekki að nýta sér það og þá gengu gestirnir á lagið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var stoltur af sínum mönnum. „Við vissum að þetta yrði erfitt en við lögðum upp með ákveðið plan og við komumst í færi í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst fjórum mörkum yfir. Þar var tækifærið okkar,“ sagði Patrekur og bætti við: „Þá sá maður hvað það býr mikil reynsla í þessu pólska liði og hvað þeir eru seigir. Nú er það bara okkar að taka það sem við lærðum út úr þessum Evrópuleikjum og nýta okkur það til framtíðarinnar.“ Hann tók undir að liðið hefði saknað Hauks. „Við söknuðum Hauks hérna heima vegna meiðsla og svo gat Sverrir ekki verið með okkur úti vegna náms. Þar sást kannski munurinn á atvinnumannaliði og áhugamannaliði sem er raunveruleiki íslenskra liða.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Evrópuævintýri Selfyssinga lauk um helgina þrátt fyrir eins marks sigur gegn pólska félaginu Azoty-Pulawy en pólska liðið fer áfram á 60-54 sigri samanlagt. Er þetta annað árið í röð sem íslenskt lið kemst í 32-liða úrslit EHF-bikarsins þar sem sigur tryggir liðinu þátttökurétt í riðlakeppninni en líkt og FH í fyrra tókst Selfyssingum ekki að komast áfram. Selfyssingar urðu fyrir áfalli þegar í ljós kom að ungstirnið Haukur Þrastarson gæti ekki tekið þátt í leiknum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Haukur verið einn besti leikmaður liðsins á báðum endum vallarins undanfarið ár og Selfoss þurfti að vinna upp sjö marka forskot. Liðin skiptust á mörkum og var leikurinn hnífjafn allan fyrri hálfleikinn. Í upphafi seinni hálfleiks kom tækifæri Selfyssinga, þeir voru fjórum mörkum yfir og fengu sókn til að komast fimm mörkum yfir en náðu ekki að nýta sér það og þá gengu gestirnir á lagið. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Selfyssinga, var stoltur af sínum mönnum. „Við vissum að þetta yrði erfitt en við lögðum upp með ákveðið plan og við komumst í færi í byrjun seinni hálfleiks þegar við komumst fjórum mörkum yfir. Þar var tækifærið okkar,“ sagði Patrekur og bætti við: „Þá sá maður hvað það býr mikil reynsla í þessu pólska liði og hvað þeir eru seigir. Nú er það bara okkar að taka það sem við lærðum út úr þessum Evrópuleikjum og nýta okkur það til framtíðarinnar.“ Hann tók undir að liðið hefði saknað Hauks. „Við söknuðum Hauks hérna heima vegna meiðsla og svo gat Sverrir ekki verið með okkur úti vegna náms. Þar sást kannski munurinn á atvinnumannaliði og áhugamannaliði sem er raunveruleiki íslenskra liða.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira