Skiptir máli hvernig umræðan í kringum kynferðisbrot fer fram Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 18:42 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. Fréttablaðið/Anton Brink Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“ Lögreglumál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir það mikilvægt að þolendur kynferðisbrota leiti til lögreglu eins fljótt og mögulegt er eftir að brot á sér stað. Hún segir það vissulega koma fyrir að mistök verði við meðferð kynferðisbrotamála en umræða um að þolendur eigi ekki að leita til lögreglu vegna þess sé ekki af hinu góða. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í þættinum Þingvellir á K100 í dag. Björt Ólafsdóttir, þáttastjórnandi, bauð Kolbrúnu í viðtal í kjölfar Facebook-færslu þar sem Agnes Bára Aradóttir greinir frá því að kynferðisbrotamál sem hún tilkynnti var fellt niður. Í færslunni má sjá myndir úr lögregluskýrslu þar sem fram kemur í skýrslutöku lögreglu að maðurinn hafi játað verknaðinn. Líkt og gefur að skilja gat Kolbrún ekki tjáð sig um einstök mál en sagði það vera forgangsmál lögreglu að vanda til verka við rannsókn slíkra mála. Það væri þó yfirleitt þannig að málin sem rötuðu í fjölmiðla væru þau mál sem færu illa. „Við sjáum aldrei alla heildarmyndina í svona umfjöllun í fjölmiðlum,“ sagði Kolbrún en bætti við að það væri rétt að stór hluti kynferðisbrotamála færi ekki áfram í kerfinu. Þróunin hafi þó verið þannig síðustu ár að hlutfall þeirra mála sem næðu fyrir dóm og þeirra sem eru felld niður sé nokkuð jafnt. „Kynferðisbrot eru náttúrulega sá málaflokkur sem hefur ákveðna sérstöðu vegna þess að aðalsönnunargögn í kynferðisbrotamálum eru oft munnlegir framburðir.“Mikilvægt að mál séu tilkynnt sem allra fyrst Í viðtalinu vísaði Kolbrún til rannsóknar sem var framkvæmd fyrir nokkrum árum af þeim Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur og Hildi Fjólu Antonsdóttur en þar voru skoðuð kynferðisbrot sem tilkynnt voru til lögreglu á árunum 2008 og 2009. Að sögn Kolbrúnar var það sem greindi helst á milli þeirra mála sem voru felld niður og þeirra sem fóru lengra var það að málin sem komu fyrr inn á borð lögreglu voru líklegri til þess að ná fyrir dómstóla. „Þetta er kannski „common sense“, eftir því sem lögregla kemst sem fyrr inn í málið því meiri líkur er á því að afla ákveðinna gagna,“ sagði Kolbrún og minntist í því samhengi á lífsýni og blóðprufur, þá sérstaklega í þeim málum þar sem um er að ræða svokallaða svefnnauðgun. Hún segir kerfið ekki hafið yfir gagnrýni og það megi alltaf gera betur en það sé þó ekki gott þegar kerfið sé talað niður þannig að þolendur treysti sér ekki til þess að tilkynna mál. „Það þarf auðvitað að vera þannig að fólk sem lendir í því að á því sé brotið treysti sér til þess að leita til lögreglu.“
Lögreglumál Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira