Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 16:57 Halldóra Mogensen, formaður Velferðarnefndar og flutningsmaður þingsályktunartillögunnar. Skjáskot/Stöð 2 Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu. Stj.mál Víglínan Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Halldóra var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Í þingsályktunartillögunni er heilbrigðisráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar eru auk Halldóru þau Björn Leví Gunnarsson, Jón Þór Ólafsson Sara Elísa Þórðardóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.Hvers vegna vill Halldóra að þetta skref sé tekið? „Miklar breytingar að eiga sér stað út í heimi, fleiri og fleiri lönd sem eru að leyfa þetta. Rannsóknir og notendur hafa talað um hvað efnið er að hjálpa þeim,“ segir Halldóra. Með notendum á Halldóra við veikt fólk sem sækir í læknahamp og neyðist til að gera það ólöglega. Halldóra segir að ekki ætti að gera það fólk að glæpamönnum fyrir það að nýta sér lyf í veikindum sínum.Í greinargerð við þingsályktunartillöguna er lögð áhersla á að ræktendur lyfjahamps fái að gera það í friði, ef málið verður að frumvarpi, hver ætti að sjá um ræktun plöntunnar í lækningaskyni?„Ég veit það ekki. Hugmyndin var sú að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa þetta og leggja fram frumvarp. Í undirbúningi þarf að fara í rannsóknarvinnu, tala við sérfræðinga og fagaðila. Fá þá aðila að borðinu og komast að því hvernig er best að gera þetta á Íslandi,“ segir Halldóra.„Mismunandi er hvernig lönd gera þetta. Ef við ætlum að lögleiða kannabis til lyfjanotkunar, eða lyfjahamp eins og ég kalla þetta í tillögunni, þá er betra ef við getum ræktað þetta sjálf hér heima, í stað þess að flytja þetta inn. Þá er þetta bæði ódýrara og umhverfisvænna,“ sagði Halldóra enn fremur.En er þingsályktunartillagan dulin leið til að lögleiða kannabisefni fullkomlega? Það er ekki tilgangurinn með tillögunni, tilgangurinn er að vekja umræðu. Borist hafa mjög áhugaverðar umsagnir um málið, til dæmis frá Lyfjafræðingafélagi Íslands sem sagði að umræðan í þjóðfélaginu væri of skammt á veg komin til að fara í þessar aðgerðir núna. Halldóra segist geta tekið undir þessa gagnrýni en stefnir að því að velferðarnefnd taki málið fyrir eftir áramót. Halldóra sem er formaður Velferðarnefndar segist vonast eftir því að geta fengið til dæmis landlækni og erlenda sérfræðinga fyrir nefndina. Í þónokkrum ríkjum Bandaríkjanna og í Kanada í heild sinni hefur skrefið verið tekið til fulls. Er það eitthvað sem gæti gerst á Íslandi? Halldóra segir að það sé óhjákvæmileg þróun. Píratar hafi talað fyrir afglæpavæðingu sem snýr að því að ekki sé refsað fyrir vörslu neysluskammta. Halldóra segir Ísland eftir á í þessum efnum og ætti að fylgjast með öðrum löndum. Halldóra segir að í löndum þar sem kannabis er lögleitt er minna um neyslu barna og ópíóðanotkun sem minni í löndum sem leyfa notkun kannabis í lækningaskyni. Ekki forgangsmál Pírata á þinginu Halldóra segir að í þetta skipti sé málið ekki forgangsmál hjá þingflokki Pírata, umræðan sé ekki komin nógu langt. Tilgangur tillögunnar hafi eingöngu verið eins og áður segir að skapa umræður í þjóðfélaginu.
Stj.mál Víglínan Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira