Eyðing frumskógarins ekki meiri í tíu ár Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2018 10:39 Amasónfrumskógurinn hefur verið kallaður lungu jarðar. Getty/ Per-Anders Pettersson Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum. Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Eyðing Amasónfrumskógarins hefur ekki verið meiri í tíu ár samkvæmt opinberum gögnum brasilískra yfirvalda. BBC greinir frá.Um 7.900 ferkílómetrar Amasónfrumskógarins voru ruddir á tímabilinu milli ágúst mánaðar ársins 2017 og júlí ársins 2018. Aukningin nemur 13.7% frá árinu áður. Tölurnar valda brasilískum umhverfisverndarsinnum áhyggjum, ekki síst vegna skoðana nýkjörins forseta Brasilíu, Jair Bolsonaro.Jair Bolsonaro, verðandi forseti Brasilíu er ekki mikill stuðningsmaður verndunar Amasónskógarins.EPA/Joedson AlvesSegir ástæðuna ólöglegt skógarhögg Bolsonaro, sem var kjörinn forseti í lok október og tekur við embættinu á nýju ári, sagði í kosningabaráttu sinni að sektir vegna skógareyðingar yrðu minnkaðar og hugðist draga úr áhrifum umhverfisverndarsamtaka í landinu. Annað kosningaloforð Bolsonaro var að sameina landbúnaðar og umhverfisráðuneytin. Talið er að sú aðgerð geti haft slæm áhrif á Amasónregnskóginn. Umhverfisráðherra Brasilíu, Edson Duarte segir aukninguna stafa af ólöglegu skógarhöggi í skóginum og hvatti til hertra aðgerða gegn slíkri skipulagðri glæpastarfsemi. Mest hefur skógareyðingin verið í héruðunum Mato Grosso og Pará.28.000 km2 eytt árið 2004 Þrátt fyrir þessa miklu eyðingu skógarins á árinu, þá mestu í 10 ár, hefur mikill árangur náðst í að leggja hömlur á þessa iðju. Árið 2004 var yfir 28.000 ferkílómetrum, svæði á stærð við Haítí, eytt í Amasónfrumskóginum.
Brasilía Loftslagsmál Suður-Ameríka Umhverfismál Tengdar fréttir Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12 Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15 Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46 Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Fórna náttúruverndarsvæði í Amason fyrir gullvinnslu Þingmaður kallar áform brasilískra stjórnvalda um að opna svæði á stærð við Danmörku fyrir námuvinnslu stærstu árásina á Amasonfrumskóginn í hálfa öld. 24. ágúst 2017 12:12
Dregur úr eyðingu skóga Amason Nýlegar skoðanir á regnskógum Amason sýna að dregið hefur úr eyðing skóganna um 25 prósent. Forseti Brasilíu, Luiz Inacio Lula da Silva, fangar þessu og segir að með viðsnúningi þessum sé andrúmloft jarðar laust við miljónir tonna af gróðurhúsalofttegundum. 14. ágúst 2007 18:15
Rafmagnið ofar regnskóginum Belo Monte, þriðja stærsta vatnsaflsvirkjun heims, er á teikniborði stjórnvalda í Brasilíu. Verkefnið er gagnrýnt úr öllum heimshlutum. Undir mannvirkið fer risastór hluti Amason-regnskógarins og þúsundir frumbyggja missa land sitt undir vatn. Framtíð þeirra er umlukin óvissu sem og þúsunda dýrategunda sem fullyrt er að deyi út við missi heimkynna sinna. 5. september 2013 13:46
Regnskógar við Amason hverfa hratt Regnskógarnir við Amasonfljótið minnka nú hraðar en nokkru sinni fyrr. Frá ágúst 2003 til sama mánaðar árið 2004 voru alls 26 þúsund ferkílómetrar af skóglendi höggnir niður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá ríkisstjórn Brasilíu. Alls er nú búið að höggva fimmtung af öllu skóglendi við fljótið. 19. maí 2005 00:01