Lítil Cessna 182 flugvél með fjóra farþega innanborðs auk flugmanns fórst í dag í Masvingo héraði afríkuríkisins Simbabve. Allir innanborðs létust.
Farþegarnir voru allir finnskir ríkisborgarar og var flugmaðurinn frá Simbabve. Finnski miðillinn Yle greinir frá.
Samkvæmt simbabveska miðlinum Zimlive, brotlenti vélin í grjótlendi og varð eyðileggingin slík að viðbragðsaðilar töldu að eingöngu hafi þrír verið um borð í vélinni. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur nú yfir.
Vélin var á leið frá bænum Chirezdi til Viktoríufossa þegar vélin hrapaði.
Fjórir finnskir ferðamenn fórust í flugslysi í Simbabve
Andri Eysteinsson skrifar
