Leikur að lífi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Skoðun Stafræn bylting sýslumanna Kristín Þórðardóttir skrifar Skoðun Þöggun ofbeldis Sara Rós Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Heilræði úr Dölunum til borgarstjórnar Reykjavíkur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar Skoðun Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Sorg barna - Verndandi þættir Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Fullbókað Ísland 2026 Björn Berg Gunnarsson skrifar Skoðun Við þurfum raunverulegt nýtt upphaf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Ólafur Hauksson skrifar Sjá meira
Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli.
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar yfirvofandi verkfalla í fimm framhaldsskólum Ingunn Eir Andrésdóttir skrifar