Leikur að lífi Sif Sigmarsdóttir skrifar 24. nóvember 2018 07:30 Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Árið 2009 lést Harry nokkur Patch, pípulagningamaður frá Somerset á Englandi. Hann var 111 ára. Harry Patch var ósköp venjulegur maður. Hann vann við iðn sína uns hann settist í helgan stein 65 ára, hann kvæntist og eignaðist tvo syni. Það var ekki fyrr en síðustu æviárin sem frægðarstjarna hans fór að skína. Harry hætti í skóla 15 ára og gerðist lærlingur hjá pípulagningameistara. En innan við ári síðar hófst fyrri heimsstyrjöldin. Harry var átján ára þegar hann var kvaddur í herinn. Það var á nítjánda afmælisdaginn hans sem hann mætti í skotgrafirnar í Belgíu. En stríði Harry Patch lauk hratt. Þremur mánuðum síðar særðist hann þegar sprengikúla sprakk yfir honum og félögum hans. Þrír bestu vinir hans létust. Harry neitaði alltaf að tjá sig um stríðið. Hann talaði ekki einu sinni um það við eiginkonu sína og börn. En þegar hann varð hundrað ára og ríkisstjórnir þeirra landa sem mynduðu fylkingu Bandamanna í heimsstyrjöldinni tóku að keppast við að heiðra hann fyrir framlag sitt ákvað hann að leysa frá skjóðunni. Harry Patch tók við öllum orðunum og heiðursnafnbótunum sem á hann voru hengdar. En viðhafnarræður hans voru langt frá því að vera það innantóma orðagjálfur sem tíðkaðist um mikilvægi styrjaldarinnar og hetjuskap hermannanna. „Stjórnmálamenn hefðu sjálfir átt að taka byssur sínar og útkljá ágreining sinn sín á milli í stað þess að stofna til skipulagðra fjöldamorða,“ sagði hann og úthúðaði stétt þeirra sem hengdu á hann orðurnar. „Stríðið var tilgangslaust. Öll stríð eru tilgangslaus. Hvers vegna ætti bresku ríkisstjórninni að vera heimilt að hafa samband við mig og senda mig út á vígvöllinn til að skjóta mann sem ég þekki ekki, til að skjóta mann sem talar tungumál sem ég kann ekki?“Stjórnmál og fótbolti Fyrir viku sat ég á veitingahúsi hér í London ásamt hópi gesta frá Íslandi. Það var glatt á hjalla, mikið skrafað og skeggrætt. En allt í einu andvarpaði einn í hópnum og spurði: „Við erum komin alla leiðina til London; hvernig stendur á að við höfum ekki talað um annað en íslenska pólitík í allt kvöld?“ Ég hugsaði mig um. Svo svaraði ég: „Stjórnmál eru okkar fótbolti.“ Oft virðast stjórnmál eins og leikur. Á yfirborðinu snúast þau um að vinna stig, skora mörk og klekkja á andstæðingum. Fyrr í mánuðinum var þess minnst að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þegar Harry Patch lést var hann síðasti eftirlifandi breski hermaðurinn sem barist hafði í fyrri heimsstyrjöldinni. Harry áfelldist stjórnmálamenn fyrir að hafa hrundið henni af stað af vítaverðu gáleysi. Það var ekki líf stjórnmálamanna sem lá við á vígvellinum. Það voru ekki þeir sem horfðu upp á félaga sína sprengda í loft upp „svo ekkert var eftir af þeim“. Fyrir stjórnmálamönnum voru hinir föllnu tölur á blaði. Fyrir þeim var þetta leikur.For, for og meiri for Stjórnmál eru ekki fótbolti. Þau eru hins vegar leikur – leikur að lífi fólks. Þegar framlög sem ráðgerð hafa verið í fjárlagafrumvarpi til öryrkja eru lækkuð um milljarð er ekki aðeins um tölur í Excel að ræða heldur munu manneskjur af holdi og blóði líða fyrir. Þegar ekki er fjárfest í hjúkrunarrými þarf 92 ára alvarlega slösuð kona að liggja í rúmi inni á salerni Landspítalans með kúabjöllu við hönd. Þegar afsláttur af veiðileyfagjaldi, eðlilegri greiðslu fyrir nýtingu á sameiginlegri auðlind landsmanna, er snaraukinn þurfa aðrir að stoppa í gatið úr eigin pyngju. Áður en Harry Patch lést heimsótti hann vígvöllinn í Belgíu þar sem hann særðist áratugum fyrr. Þar sem hann sat í hjólastól og horfði yfir grasivaxna jörð sagði hann: „Þetta var ekkert annað en for, for og meiri for – blönduð blóði.“ Þegar horft er yfir pólitískt landslag á Íslandi virðist það stundum sama forarsvað og vígvöllurinn forðum – blandað blóði þeirra sem stjórnvöld fórnuðu í Excel-skjali dagsins eins og peði í tafli.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun