Heiðveig hæðist að Bergi formannsefni stjórnar SÍ Jakob Bjarnar skrifar 23. nóvember 2018 12:33 Heiðveig María og Ásmundur Friðriksson en Heiðveig hefur birt myndir af sér með fólki úr öllum flokkum sem eiga sæti á Alþingi. Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“ Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Heiðveig María Einarsdóttir, sjómaður og viðskiptalögfræðingur, hefur birt myndir af sér með allra flokka fólki. Hún var stödd á Alþingi og lét taka sérstaklega af sér myndir með Alþingismönnum allra flokka. Og birtir á Facebooksíðu sinni við miklar undirtektir. Heiðveig María, sem staðið hefur í ströngu vegna framboð síns til stjórnar í Sjómannafélagi Íslands, sem meðal annars leiddi til brottreksturs hennar úr félaginu, mætti Bergi Þorkelssyni núverandi gjaldkera, formannsefni uppstillinganefndar Sjómannafélagsins, í Kastljósi í gær. Bergur er, samkvæmt kjörstjórn félagsins, sjálfkjörinn formaður en framboð Heiðveigar og hennar félaga var dæmt ógilt. Sitt sýnist hverjum um frammistöðu Bergs í áðurnefndu Kastljósi en þar vildi hann meðal annars rekja brottrekstur Heiðveigar Maríu til þess að til hennar hafi sést með Gunnari Smára Egilssyni, stofnanda Sósíalistaflokksins, á kaffihúsi. Sá málflutningur er í anda þess sem Vísir greindi frá með vísan til greinagerðar fjórmenninga sem upphaflega fóru fram á að Heiðveig yrði rekin úr félaginu; undirliggjandi ótti við uppgang sósíalista á Íslandi. Ekki er annað að ætla af myndasyrpu sem Heiðveig María birtir á Facebooksíðu sinni en að hún sé að hæðast að þessum málflutningi; að hún megi ekki sjást með fólki án þess að vera grunuð um annarleg tengsl. Þar birtir hún af sér myndir með Ásmundi Friðrikssyni Sjálfstæðisflokki, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur Viðreisn, Helgu Völu Helgadóttur Samfylkingu, Halldóru Mogensen Pírötum, Líneyk Önnu Sævarsdóttur Framsóknarflokki, Ingu Sæland Flokki fólksins, Gunnari Braga Sveinssyni Miðflokki og Andrési Inga Jónssyni VG. Heiðveig María vísar því aðspurð ekki á bug að hún sé að draga dár að sitjandi forystu Sjómannafélags Íslands og samsæriskenningum um meint samkrull hennar og Sósíalistaflokksins með þessu. Svarar því svo til sposk að „fólk getur lesið það út úr þessu sem því sýnist.“
Ólga innan Sjómannafélags Íslands Tengdar fréttir Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00