Segir skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar óháð persónum og leikendum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:30 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn. vísir/vilhelm Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni." Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, segist standa við skrif sín á vegg Einars Bárðarsonar, eiginmanns Áslaugar Thelmu Einarsdóttur sem sagt var upp störfum hjá Orku náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, í september síðastliðnum. Skrif hennar hafi verið yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Ummæli Þórdísar Lóu við skrif Einars Bárðarsonar.Þórdís Lóa tjáði sig við færslu Einars þar sem hann segir frá forstjóra sem hann hafi hitt sem sýndi honum fram á að honum fyndist í lagi að „framkvæmdastjóri á hans vakt sendi klámfengna tölvupósta á kvenn-undirmenn sína á laugardagskvöldum, kalli þær járnfrúr, frekjur, pempíur, grýlur, segi að konur geti blikkað sig upp í launum og í opnu starfsrými fyrir framan samstarfsfólk að ein þeirra gangi ekki út vegna þess að hún sú bara alls ekki nógu gröð.“ Skrifaði Einar að forstjóranum hefði síðan fundist í lagi að reka eina þessara kvenna eftir að hún hefði ítrekað gert athugasemdir við framkomu framkvæmdastjórans við starfsmannastjóra fyrirtækisins. Ekki kom fram í þessari færslu um hverja væri að ræða en daginn eftir var greint frá því að Bjarni Már Júlíusson hefði verið rekinn sem framkvæmdastjóri ON vegna óviðeigandi hegðunar. Þá kom í ljós að Bjarni Már var framkvæmdastjórinn sem Einar vísaði til í færslu sinni og konan sem hafði verið rekin var eiginkona Einars, Áslaug Thelma. Forstjórinn var svo Bjarni Bjarnason, forstjóri OR. Þórdís Lóa skrifaði eftirfarandi athugasemd við færslu Einars: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið. Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“Frá fundi í Orkuveitunni á mánudag þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri (til hægri), Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar (til vinstri).visir/vilhelm„Við erum í vanda í samfélaginu með MeToo“ Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á vinnustaðamenningu og mannauðsmálum hjá OR vegna uppsagna Áslaugar Thelmu og Bjarna Más. Aðspurð hvort hún telji að hún hafi brugðist of hart við í málinu með þessum orðum í ljósi þess að samkvæmt úttektinni var uppsögn Áslaugar Thelmu réttmæt, segir Þórdís Lóa: „Mín orð á Facebook-vegg Einars Bárðar standa alveg og ég stend við þau. Þau eru náttúrulega yfirlýsing algjörlega óháð persónum og leikendum. Það er bara mín skoðun þegar við erum í vanda í samfélaginu með MeToo alls staðar í öllu samfélaginu að við ráðum ekki hvað fólk segir en við ráðum hverjir stjórna og hvernig er tekið á málum. Við getum haft áhrif á það, ekki bara ég sem pólitíkus heldur við öll, þú sem blaðamaður á Vísi líka. Það stendur.“En ertu ánægð með úttekt innri endurskoðunar, að hún sé fagleg og óháð? „Ég er bara mjög ánægð með að við fórum í þessa vegferð. Ég er ekki búin að fá kynningu á úttektinni þannig að ég ætla ekki að tjá mig um hana fyrr en ég er búin að fá hana,“ segir Þórdís Lóa. Fundur hófst í borgarráði klukkan níu í morgun þar sem fulltrúar munu fá kynningu á úttekt innri endurskoðunar. Þegar Vísir náði tali af Þórdísi Lóu rétt fyrir fundinn í morgun sagði hún að borgarráð myndi ekki ræða tillögur til úrbóta þar sem það væri í höndum stjórnar og stjórnenda Orkuveitunnar. „Þetta er fagleg umræða í mínum huga. Við erum með fyrirtæki sem við erum með stjórn yfir og við treystum henni algjörlega. Sú stjórn fékk innri endurskoðun og aðra, óháða aðila til að hjálpa sér. Nú er sú niðurstaða komin og við erum að fara að fá kynningu á henni."
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. 21. nóvember 2018 11:47