Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 17:45 vísir/getty Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira
Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Handbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Ísland - Svartfjallaland | Fyrsti leikur í milliriðli Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sjá meira