Samráð um aðgerðir gegn veðmálasvindli Hjörvar Ólafsson skrifar 22. nóvember 2018 17:45 vísir/getty Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði. Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira
Sumarið 2014 samþykkti ráðherraráð Evrópuráðsins samning sem Evrópuráðið hafði unnið að í nokkur ár og ætlað var að taka á vandamálum sem tengjast hagræðingu úrslita í íþróttakappleikjum. Íslenska ríkið undirritaði samninginn sama ár, en hann hefur ekki verið fullgiltur hér á landi. Síðan þá hafa aftur á móti verið tekin nokkur skref í átt til þess að fullgilda samninginn og liður í því er skipun samstarfsvettvangs í samræmi við 13. grein samningsins. Þessi samráðshópur hefur nú verið settur á laggirnar og þar eiga sæti fulltrúar frá ÍSÍ, KSÍ, Íslenskum getraunum, dómsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti og lögreglu. Samráðshópurinn hefur það hlutverk að samræma aðgerðir til þess að sporna við hagræðingu úrslita hérlendis og taka þátt í erlendu samstarfi um málaflokkinn. Gert er ráð fyrir að samráðshópurinn stuðli að því að auka þekkingu á hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum og verði upplýsingamiðstöð. Óskar Ármannsson, sérfræðingur hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, segir að samráðshópurinn geti ekki tekið að sér eftirlitshlutverk þegar kemur að hagræðingu úrslita í þeim skilningi að hópurinn hafi frumkvæðisskyldu að því að kæra brot sem varða hagræðingu úrslita. Hópurinn verður ekki stjórnsýslustofnun sem hefur vald til þess að taka stjórnsýsluákvarðanir. Þess í stað taki hann á móti og greini upplýsingar um óeðlileg eða grunsamleg veðmál á íþróttaleiki og veki athygli réttra aðila á því, fari yfir reglur sem íþróttahreyfingin setur um hagræðingu úrslita og meti hvort þær samræmist löggjöf landsins sem og alþjóðasamningnum um hagræðingu úrslita í íþróttakeppnum. Þá eigi hópurinn að vera í samstarfi við viðeigandi aðila og stofnanir innanlands og á alþjóðlegum vettvangi, þar á meðal við þá sem starfa að sambærilegum málum í öðrum löndum, veita umsögn um áhættu af einstökum tilboðum um hliðarveðmál eins og til dæmis fyrsta innkast eða hornspyrnu og fylgjast með þróun í málaflokknum og fjalla um það sem mikilvægt kann að þykja á þessu sviði.
Aðrar íþróttir Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Sjá meira