Börn niður í 11 ára fengið óumbeðnar typpamyndir Stefán Árni Pálsson skrifar 21. nóvember 2018 15:30 Sólborg Guðbrandsdóttir heldur utan um Instagram vefinn Fávitar Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að börn, þá sérstaklega stúlkur, fái sendar óumbeðnar kynfæramyndir, brenglaða hugaróra og hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta segir Sólborg Guðbrandsdóttir sem heldur utan um Instagram vefinn Fávitar, en þar birtir hún skjáskot af skilaboðum sem þolendur hins stafræna kynferðisofbeldis senda henni. Á síðunni má finna yfir 400 slík skjáskot og eru mörg skilaboðanna gríðarlega gróf.Fékk sjálf skilaboð fjórtán ára gömul Sólborg byrjaði verkefnið í fyrra og setti í fyrstu aðallega inn skilaboð sem hún hafði fengið sjálf í gegnum tíðina, en henni hafa reglulega borist slík óviðurkvæmileg skilaboð allt frá því hún var fjórtán ára gömul. Síðan vakti fljótt mikla athygli, en undanfarnar vikur hefur fylgjendafjöldinn tvöfaldast og er kominn yfir fjórtán þúsund manns. Kveðst hún fá á annan tug skjáskota sendan á hverjum degi og er samsetning þeirra sem verða fyrir ofbeldinu fjölbreytt. Oftast séu það þó stelpur.„Yngsta stelpan sem hefur sent mér skjáskot er ellefu ára. Hún var að fá óumbeðnar typpamyndir frá einhverjum kalli úti í bæ,“ segir Sólborg.Hótanir um nauðganir mest sláandi Skilaboðin eru send á ýmsum miðlum, en þó sérstaklega á Instagram, Facebook og Snapchat að sögn Sólborgar. Hún segist að einhverju leyti orðin ónæm fyrir því hve hryllilegt það sé að hrærast í kringum slíkt á hverjum degi, en hótanir um nauðganir, sem hún sjái reglulega, slái hana líklega hvað mest. „Mér finnst bara erfitt að segja það upphátt því þetta eru svo viðbjóðsleg skilaboð, en talandi um allar holur á kvenmönnum og alls konar svona viðbjóður. En þetta er kannski bara sex-isminn sem maður sér í klámi og hvernig karlar ráða öllu þar.“ Rætt verður við Sólborgu í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar verður m.a. farið yfir verkefnið, skilaboðin, tilfinninguna sem fylgir því að fá slíkan ófögnuð í innhólfið og hvers vegna hún kýs að nafngreina ekki gerendur á síðunni. View this post on Instagram#favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 12, 2018 at 6:40am PST View this post on Instagram@logreglan Er svona taktík til kúgunar ekki ólögleg? Hvað er hægt að gera í svona aðstæðum? #favitar A post shared by Fávitar (@favitar) on Nov 11, 2018 at 6:35am PST
Kynferðisofbeldi Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Lífið László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Menning Fleiri fréttir Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Sjá meira