Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 13:18 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi konuna. Fréttablaðið/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur. Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira