Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. nóvember 2018 10:00 Aron Einar Gunnarsson segir sögu sína á opinskáan hátt í nýrri bók sinni. vísir Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir í nýrri bók sinni, Aron - Sagan mín, að hafa verið virkur í partístandi á öðru ári sínu hjá Coventry á Englandi á þeim tíma sem honum gekk hvað verst á ferlinum. Fyrirliðinn hleypir fólki nær sér en áður í þessari nýju bók og dregur hvergi undan þegar að hann segir frá því hvernig hann fór úr Skarðshlíðinni á Akureyri í það að leiða íslenska landsliðið út á völlinn á HM á móti Lionel Messi. Aron Einar gekk í raðir Coventry á Englandi árið 2009, þá 19 ára gamall eftir tvö ár í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi. Honum gekk frábærlega fyrsta tímabilið og var kjörinn leikmaður ársins. Ferilinn tók smá dýfu tímabilið eftir og viðurkennir Aron að hann geti þar sjálfur sér um kennt.Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Aroni Einar.vísir/gettyPeningum sturtað niður „Leikvangur Coventry er geggjað mannvirki og innan veggja hans er spilavíti. Það kom fyrir annað slagið að leikmenn kíktu þangað. Ég man að það blikkuðu viðvörunarljós hjá mömmu þegar hún frétti af þessu og hún reyndi að brýna fyrir mér að ég gæti alveg eins sturtað peningunum mínum ofan í klósettið eins og að stunda spilavítið,“ segir Aron í bókinni. „Það er auðvitað rétt hjá henni en þessi predikun hafði ekki mikið áhrif á mig. Ég hef sem betur fer aldrei kynnst spilafíkn svo að þetta var ekkert vandamál en mér fannst ég verða að prófa. Ég var ungur, ákafur og ákveðinn í að stimpla mig inn í hópinn. Eftir um það bil fjórða skipti sem ég fór inn með 100 pund og tómhentur út gaf ég þetta þó upp á bátinn.“ „Stundum þarf maður einfaldlega að brenna sig til að læra og það átti líka við um ákveðið fjárfestingabíó sem ég tók í,“ segir Aron.Aron tók við fyrirliðabandinu árið 2012.vísir/gettyNokkrir bjórar hverja helgi Landsliðsfyrirliðinn segir frá mikilli bjórmenningu í enska boltanum eins og flestum er kunnugt. Á þessum tíma voru menn að fá sér nokkra bjóra um helgar, oftast tvo daga í röð og spila svo á þriðjudegi. Aroni gekk illa á þessum tímapunkti og var búinn að missa einbeitinguna á verkefnið hjá Coventry. „Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir - og þá næstu,“ segir Aron. „Þegar ég lít til baka hugsa ég að þetta djammtímabil hafi verið eitthvað sem ég þurfti einfaldlega að taka út fyrr eða síðar. Ég hafði svo gott sem misst af öllu félagslífi með félögunum heima og þarna gafst tækifæri til að prófa þetta allt saman af krafti í skemmtilegum hópi.“Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, smellir einum á landsliðsfyrirliðann fyrir brottförina á HM.Vísir/EgillAHélt sig algjöran spaða Þriðja tímabilið hjá Aroni hjá Coventry var litlu skárra viðurkennir hann sjálfur í bókinni. Hann náði þó heldur betur að rífa sig upp úr lægðinni sem hófst með því að ganga í raðir Cardiff en ári síðar var hann orðinn fyrirliði íslenska landsliðsins og síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. „Það er engin spurning að djammið setti strik í reikninginn hjá mér þennan veturinn sem einkenndist af hálfkáki. Ég hélt að ég væri algjör spaði og ég þyrfti ekki lengur að hafa fyrir hlutunum, eins og þetta væri bara komið hjá mér,“ segir Aron sem hafði kynnst svipuðum týpum í Hollandi. „Ég var orðinn einn af þeim sem ég hneykslaðist á í Alkmaar. Ef ég er ekki inni á vellinum af heilum hug er ég einfaldlega lélegur leikmaður,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Fjárhættuspil Íslenski boltinn Næturlíf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, viðurkennir í nýrri bók sinni, Aron - Sagan mín, að hafa verið virkur í partístandi á öðru ári sínu hjá Coventry á Englandi á þeim tíma sem honum gekk hvað verst á ferlinum. Fyrirliðinn hleypir fólki nær sér en áður í þessari nýju bók og dregur hvergi undan þegar að hann segir frá því hvernig hann fór úr Skarðshlíðinni á Akureyri í það að leiða íslenska landsliðið út á völlinn á HM á móti Lionel Messi. Aron Einar gekk í raðir Coventry á Englandi árið 2009, þá 19 ára gamall eftir tvö ár í herbúðum AZ Alkmaar í Hollandi. Honum gekk frábærlega fyrsta tímabilið og var kjörinn leikmaður ársins. Ferilinn tók smá dýfu tímabilið eftir og viðurkennir Aron að hann geti þar sjálfur sér um kennt.Lífið hefur ekki bara verið dans á rósum hjá Aroni Einar.vísir/gettyPeningum sturtað niður „Leikvangur Coventry er geggjað mannvirki og innan veggja hans er spilavíti. Það kom fyrir annað slagið að leikmenn kíktu þangað. Ég man að það blikkuðu viðvörunarljós hjá mömmu þegar hún frétti af þessu og hún reyndi að brýna fyrir mér að ég gæti alveg eins sturtað peningunum mínum ofan í klósettið eins og að stunda spilavítið,“ segir Aron í bókinni. „Það er auðvitað rétt hjá henni en þessi predikun hafði ekki mikið áhrif á mig. Ég hef sem betur fer aldrei kynnst spilafíkn svo að þetta var ekkert vandamál en mér fannst ég verða að prófa. Ég var ungur, ákafur og ákveðinn í að stimpla mig inn í hópinn. Eftir um það bil fjórða skipti sem ég fór inn með 100 pund og tómhentur út gaf ég þetta þó upp á bátinn.“ „Stundum þarf maður einfaldlega að brenna sig til að læra og það átti líka við um ákveðið fjárfestingabíó sem ég tók í,“ segir Aron.Aron tók við fyrirliðabandinu árið 2012.vísir/gettyNokkrir bjórar hverja helgi Landsliðsfyrirliðinn segir frá mikilli bjórmenningu í enska boltanum eins og flestum er kunnugt. Á þessum tíma voru menn að fá sér nokkra bjóra um helgar, oftast tvo daga í röð og spila svo á þriðjudegi. Aroni gekk illa á þessum tímapunkti og var búinn að missa einbeitinguna á verkefnið hjá Coventry. „Þegar ég var upp á mitt virkasta var þetta orðið þannig að ég fór á djammið með strákunum eftir leik á laugardegi og svo fór maður aftur út á sunnudeginum og fékk sér 4-5 bjóra og mætti svo á æfingu á mánudegi. Þetta var svo endurtekið helgina eftir - og þá næstu,“ segir Aron. „Þegar ég lít til baka hugsa ég að þetta djammtímabil hafi verið eitthvað sem ég þurfti einfaldlega að taka út fyrr eða síðar. Ég hafði svo gott sem misst af öllu félagslífi með félögunum heima og þarna gafst tækifæri til að prófa þetta allt saman af krafti í skemmtilegum hópi.“Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, smellir einum á landsliðsfyrirliðann fyrir brottförina á HM.Vísir/EgillAHélt sig algjöran spaða Þriðja tímabilið hjá Aroni hjá Coventry var litlu skárra viðurkennir hann sjálfur í bókinni. Hann náði þó heldur betur að rífa sig upp úr lægðinni sem hófst með því að ganga í raðir Cardiff en ári síðar var hann orðinn fyrirliði íslenska landsliðsins og síðan þá hefur leiðin bara legið upp á við. „Það er engin spurning að djammið setti strik í reikninginn hjá mér þennan veturinn sem einkenndist af hálfkáki. Ég hélt að ég væri algjör spaði og ég þyrfti ekki lengur að hafa fyrir hlutunum, eins og þetta væri bara komið hjá mér,“ segir Aron sem hafði kynnst svipuðum týpum í Hollandi. „Ég var orðinn einn af þeim sem ég hneykslaðist á í Alkmaar. Ef ég er ekki inni á vellinum af heilum hug er ég einfaldlega lélegur leikmaður,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Fjárhættuspil Íslenski boltinn Næturlíf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Í beinni: Wolves - Man. Utd | Úlfarnir vaknaðir? Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Sjá meira