Fyrstu riðlakeppni Þjóðadeildarinnar lauk í kvöld með sjö leikjum en nú er ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir verða fyrir undankeppni EM 2020.
Dregið verður í undankeppnina árið 2020 en EM verður spilað víðs vegar um Evrópu það sumarið. Afar mörg taka þátt í því að halda mótið.
Ísland féll eins og kunnugt er úr A-deildinni eftir töp gegn Belgíu og Sviss en liðið er því í öðrum styrkleikaflokki fyrir dráttinn.
Ekki ómerkari þjóðir en Þýskaland og Danmörk eru meðal þeirra þjóða sem eru í sama styrkleikaflokki og Ísland.
Ansi margar breytur eru teknar inn í það áður en dregið verður, þar á meðal ferðalög, veðurfar, milliríkjadeilur og margt, margt fleira.
Dregið verður 2. desember og verður drátturinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Dregið verður í tíu riðla; fimm riðlar eru með fimm liðum og fimm riðlar eru með sex liðum í.
Úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar: Sviss, Portúgal, Holland, England.
Fyrsti styrkleikaflokkur: Belgía, Spánn, Frakkland, Ítalía, Króatía, Pólland.
Annar styrkleikaflokkur: Þýskaland, Ísland, Bosnía og Hersegóvína, Úkraína, Danmörk, Svíþjóð, Rússland, Austurríki, Wales, Tékkland.
Þriðji styrkleikaflokkur: Slóvakía, Tyrkland, Írland, Norður-Írland, Skotland, Noregur, Serbía, Finnland, Búlgaría, Ísrael.
Fjórði styrkleikaflokkur: Ungverjaland, Rúmeníu, Grikkland, Albanía, Svartfjallaland, Kýpur, Eistland, Slóvenía, Litháen, Georgía.
Fimmti styrkleikaflokkur: Makedónía, Kósóvó, Hvíta-Rússland, Lúxemborg, Armenía, Azerbaídsjan, Kasakstan, Moldóva, Gíbraltar, Færeyjar.
Sjötti styrkleikaflokkur: Lettland, Liechtenstein, Andorra, Malta, San Marinó.

