Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2018 06:00 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Sjá meira
Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Fleiri fréttir Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn enn lokaður en unnið að mokstri Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45