Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 17:15 Hjónin Áslaug Thelma Einarsdóttir og Einar Bárðarson. Vísir Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið gríðarlega athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. Komið hefur í ljós að uppsagnir beggja reyndust réttmætar að mati úttektar Innri endurskoðunar á vinnustaðamálum Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Í úttektinni kemur m.a. fram að Áslaug Thelma hafi hafnað því að fá frekari skýringar á uppsögn sinni, þrátt fyrir að hún og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, hafi ítrekað kallað eftir slíkum útskýringum á samfélagsmiðlum. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við umboð Einars í málinu í úttektinni. Einar Bárðarson segir Áslaugu fyrst hafa fengið skýringar á uppsögn sinni klukkan 17 í gær þegar lögmaður þeirra kom skýrsluhlutanum sem snýr að Áslaugu Thelmu á þau hjónin. „Þar sjötíu dögum síðar er dregin upp skýring,“ segir Einar.Úr niðurstöðu úttektarinnar á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Innri endurskoðun staðfesti við Vísi að frekari skýringum hefði verið hafnað.„Blikkað sig upp í launum“ Aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu er rakinn í samantekt á málefnum hjá Orku náttúrunnar í niðurstöðum innri endurskoðunar. Vorið 2018 lagði Áslaug Thelma fram kvörtun um að yfirmaður hennar, þ.e. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON, hafi viðhaft óviðeigandi ummæli í launasamtali þeirra á milli. Þetta launasamtal fór fram þann 27. apríl 2018, samkvæmt tímalínu málsins sem einnig er að finna í niðurstöðum innri endurskoðunar. Samtalið er sagt umkvörtunarefni Áslaugar Thelmu, þar sem talað hafi verið um að hún hafi „blikkað sig upp í launum“.Sjá einnig: Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“Höfnuðu skýringum sem þau sögðust ekki hafa fengið Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, hafa bæði haldið því fram í færslum á samfélagsmiðlum að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Þá hafa þau einnig haldið því fram að OR hafi ekki gefið þeim haldbærar útskýringar á því af hverju Áslaugu Thelmu var sagt upp. „Ég hef tvívegis beðið um skýringar á uppsögninni en ekki fengið og ég veit með vissu að forstjóri OR gat ekki útskýrt brottvísunina fyrir stjórn OR á stjórnarfundinum á föstudag,“ segir til að mynda í færslu Áslaugar Thelmu sem birt var þann 17. september síðastliðinn. Samkvæmt niðurstöðum úttektarteymisins, sem greint er frá á vefsíðu OR þar eð umræddir kaflar eru ekki birtir í skýrslunni af persónuverndarástæðum, fékk Áslaug Thelma þó skýringar á uppsögn sinni. Hún hafi jafnframt hafnað því að fá frekari skýringar sem boðnar voru fram á fundi. Þá hafi forsendur fyrir uppsögn Áslaugar Thelmu verið metnar réttmætar, en þó hefði verið rétt að tilgreina ástæður uppsagnarinnar skriflega í uppsagnarbréfi. Einnig eru lagðar fram ábendingar um að skerpa þurfi á verklagi og ferlum varðandi uppsagnir hjá OR. Í dag var svo greint frá því að hinar réttmætu forsendur uppsagnar Áslaugar Thelmu að mati innri endurskoðunar hafi verið „frammistöðuvandi“. RÚV hafði þetta upp úr tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun en sú síðarnefnda vísaði þar í óbirtan kafla innri endurskoðunar um uppsögn Áslaugar Thelmu.Undirkaflar varpa ljósi á efnistök Áslaug Thelma tjáði Stundinni í gær að hún gerði ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína sem er að finna í úttekt innri endurskoðunar. Kaflinn um uppsögn hennar ber heitið „Áslaug Thelma Einarsdóttir“ en titlar undirkafla hans, sem eru tíu talsins og finna má í efnisyfirliti skýrslunnar, varpa ákveðnu ljósi á efnistökin.Farið er yfir feril Áslaugar Thelmu hjá fyrirtækinu, bæði sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála og sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar, í fyrstu undirköflunum. Þá er einn undirkafli helgaður „Stjórnunarstíl ÁTE“, þ.e. Áslaugar Thelmu, og ummælum samstarfsfólks hennar. Einnig er farið yfir samskipti hennar og Bjarna Más, annars vegar í kaflanum „Starfsmannasamtöl BMJ og ÁTE“ og hins vegar í kaflanum „Kvörtun um óviðeigandi hegðun – samskipti ÁTE og BMJ“.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, steig til hliðar á meðan úttekt stóð. Hann var annar viðtakenda tölvupóstsins sem Einar sendi eftir að Áslaugu Thelmu var sagt upp.Fréttablaðið/StefánÞá er fjallað sérstaklega um tölvupóst sem eiginmaður Áslaugar Thelmu, áðurnefndur Einar Bárðarson, sendi starfsmannastjóra og forstjóra OR í kjölfar uppsagnar hennar. Einnig er farið yfir viðbrögð við tölvupóstinum og fund sem haldinn var með Einari og Áslaugu Thelmu tveimur dögum eftir að hann var sendur. Einn kaflinn ber svo heitið „Upplifun starfsfólks“, en komið hefur fram að úttektarteymið hafi rætt við fjölda fólks innan OR vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu. Þar á meðal var ítrekað rætt við bæði Áslaugu Thelmu og Bjarna Má.Grýla, járnfrú, frekja og pempía Eins og áður hefur komið fram var Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sagt upp störfum eftir að Einar og Áslaug Thelma kvörtuðu undan hegðun hans. Uppsögn Bjarna Más var metin réttmæt í úttekt innri endurskoðunar, líkt og uppsögn Áslaugar Thelmu. Talið var sýnt fram á að Bjarni Már hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun í áðurnefndu launasamtali sem var í óþökk og misbauð Áslaugu Thelmu, og gæti jafnframt talist kynbundin. Uppsögn Bjarna Más átti sér afar stuttan aðdraganda en ákveðið var að segja honum upp þann 12. september og tók uppsögnin gildi morguninn eftir. Í tölvupósti sem Einar sendi forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni, og mannauðsstjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, þann 11. september sakar hann Bjarna Má um fjölþætta kynbundna áreitni í garð Áslaugar Thelmu og annarra kvenkyns starfsmanna. Einar vísar til að mynda í launasamtalið, umkvörtunarefni Áslaugar Thelmu. „Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu,“ skrifar Einar. Þá segir Einar að Bjarni hafi kallað Áslaugu Thelmu „grýlu, járnfrú, frekju og pempíu“ og sakar hann einnig um að hafa viðhaft óviðeigandi ummæli við samstarfskonu og undirmann Áslaugar. Þetta segir Einar að hafi allt verið tilkynnt til mannauðsstjórans, Sólrúnar Kristjánsdóttur.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og hann sendi í afdrifaríkum tölvupósti.„Þetta grunaði mig“ Í viðhengi, sem Einar sendir með tölvupóstinum, er jafnframt tölvupóstur sem Bjarni Már sendi þremur kvenkyns samstarfskonum sínum, þar á meðal Áslaugu Thelmu, föstudagskvöldið 23. mars 2018. Hann bað konurnar afsökunar á sendingunni daginn eftir, og viðurkenndi jafnframt að hafa hlaupið á sig í samskiptum sínum við konurnar í viðtali við Vísi 13. september.Pósturinn er sendur með fyrirsögninni „Eruð þið ekki klárar í WOW‘ið !!!“, en konurnar voru með Bjarna Má í keppnisliði fyrir hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Í tölvupóstinum er að finna hlekk á frétt Mbl um að rannsókn hafi sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. Við hlekkinn skrifaði Bjarni Már: „Þetta grunaði mig“. Einar setur þetta í samhengi við „nýskeðna atburði“, þ.e. uppsögn Áslaugar Thelmu. Hann segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið sig um að „halda utan um og kynna“ opna fundi á vegum VR, sem sá síðarnefndi þvertók reyndar fyrir að hafa gert í samtali við Mbl í gær. Þannig hafi Einari dottið í hug að biðja Áslaugu Thelmu um að segja frá reynslu sinni hjá ON á fundi undir merkjum #MeToo-byltingarinnar. „Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ?“ skrifar Einar í póstinum.Frá fundi í Orkuveitunni í gær þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmKlárað okkar á milli eða fleirum blandað í baráttuna Þá lýkur Einar tölvupóstinum með því að krefjast þess að stjórnendur OR endurskoði afstöðu sína til starfsloka Áslaugar Thelmu, og greiði henni jafnframt jafngildi launa til tveggja ára. „Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall,“ skrifar Einar. „Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.“ Upplifði póstinn sem hótun og útilokar ekki kæruFjallað var um tölvupóst Einars í fjölmiðlum í gær en kröfur hans í lokin vöktu sérstaka athygli. Helga Jónsdóttir, sitjandi forstjóri OR, var spurð út í póstinn í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi. Aðspurð sagðist hún hafa upplifað bréfið sem hótun.„Ég var ekki stjórnandi fyrirtækisins á þessum tíma en þegar ég les þetta upplifi ég það þannig.“ Þá tjáði Helga fréttastofu í dag að ekki hafi enn komið til skoðunar að leggja fram kæru vegna ummæla Einars í póstinum, en hún útiloki þó ekki að til þess komi.„Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar enn þá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. […] Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá.“Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.AðsendÆrið tilefni til skoðunar á „umboði“ Einars Afskipti Einars af málinu eru áberandi í skýrslunni og þá er það mat úttektarteymisins að grípa hefði átt inn í aðkomu hans strax eftir að tölvupósturinn var sendur. „Innri endurskoðun telur að þegar hér var komið sögu hefði verið ærið tilefni til skoðunar á umboði makans,“ segir í skýrslunni. Þá telur innri endurskoðun að ekki hefði átt að boða Einar á fund Áslaugar Thelmu og stjórnenda ON, líkt og gert var þann 12. september. „Að mati Innri endurskoðunar hefði verið æskilegt að einskorða fundahöld vegna ráðningarsambands og loka þess þannig að á fundum væru aðeins þeir aðilar sem til þess hafa heimild skv. ákvæðum kjarasamnings, þ.e. ekki maki.“ Eftir umræddan fund með Einari og Áslaugu Thelmu kom stjórn ON svo saman, og var stjórnarformanni falið að ganga frá slitum á ráðningarsamningi Bjarna Más. Innri endurskoðun gerir einnig athugasemd þegar þar er komið í sögu í ferlinu, og telur að á þessum fundi hefði stjórnin átt að taka efnislega afstöðu til ávirðinga í tölvupósti Einars. Í framhaldi af því hefði stjórnin átt að láta rýna lagalega hvort orðalag og kröfur í tölvupóstinum hefðu kallað á sérstakar aðgerðir. Vandlega útfærður spuni Bjarni Már tjáir sig um uppsögn sína í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Markaðssettur spuni“. Þar segist honum ekki hafa verið gefinn kostur á að standa fyrir máli sínu auk þess sem uppsögnin hafi skaðað orðspor hans. Þá segir hann Einar og Áslaugu Thelmu, án þess þó að nafngreina þau, hafa vegið að mannorði sínu með „vandlega útfærðum spuna“. Bjarni Már leggur jafnframt áherslu á að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi reynst réttmæt, og ótengd sér. „Til að breiða yfir raunverulega ástæðu uppsagnarinnar, var búin til frásögn á samfélagsmiðlum, þar sem ummæli og atburðir voru slitin úr samhengi eða uppskálduð.“ Bjarni Már ítrekar einnig það sem kom fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins í gær, þ.e. að ásakanir um kynferðislegt áreiti í samskiptum hans við samstarfsfólk eigi ekki við rök að styðjast.„Rannsókn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sýnir að tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast og þau sem ég vann nánast með bera mér ekki illa söguna. Það er mér léttir að samkvæmt úttektinni upplifði enginn starfsmaður að henni eða honum hafi staðið ógn af framkomu minni.“ Líklegt er að Bjarni Már vísi þar til kafla skýrslunnar er snýr að uppsögn hans, sem eins og áður segir hefur ekki birst opinberlega. Bjarni tjáði fréttastofu í gær að hann hygðist ekki birta umræddar upplýsingar. Í köflum skýrslunnar sem eru aðgengilegir kemur þó fram að ljóst þykir, að mati innri endurskoðunar, að Bjarni hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ON.Fréttin var uppfærð klukkan 18:49 með athugasemd Einars Bárðarsonar, svo hljóðandi:„Hún hefur aldrei fengið skýringar á sinni uppsögn fyrr en í gær um kl 17:00 þegar lögmaður okkur kom á okkur erindi sem honum hafði verið sent rétt fyrir 15:00. Þar, sjötíu dögum seinna er dregin upp skýring. Allt annað er er ekki rétt.“ Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið gríðarlega athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. Komið hefur í ljós að uppsagnir beggja reyndust réttmætar að mati úttektar Innri endurskoðunar á vinnustaðamálum Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var í gær. Í úttektinni kemur m.a. fram að Áslaug Thelma hafi hafnað því að fá frekari skýringar á uppsögn sinni, þrátt fyrir að hún og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, hafi ítrekað kallað eftir slíkum útskýringum á samfélagsmiðlum. Þá eru einnig gerðar athugasemdir við umboð Einars í málinu í úttektinni. Einar Bárðarson segir Áslaugu fyrst hafa fengið skýringar á uppsögn sinni klukkan 17 í gær þegar lögmaður þeirra kom skýrsluhlutanum sem snýr að Áslaugu Thelmu á þau hjónin. „Þar sjötíu dögum síðar er dregin upp skýring,“ segir Einar.Úr niðurstöðu úttektarinnar á vef Orkuveitu Reykjavíkur. Innri endurskoðun staðfesti við Vísi að frekari skýringum hefði verið hafnað.„Blikkað sig upp í launum“ Aðdragandi uppsagnar Áslaugar Thelmu er rakinn í samantekt á málefnum hjá Orku náttúrunnar í niðurstöðum innri endurskoðunar. Vorið 2018 lagði Áslaug Thelma fram kvörtun um að yfirmaður hennar, þ.e. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON, hafi viðhaft óviðeigandi ummæli í launasamtali þeirra á milli. Þetta launasamtal fór fram þann 27. apríl 2018, samkvæmt tímalínu málsins sem einnig er að finna í niðurstöðum innri endurskoðunar. Samtalið er sagt umkvörtunarefni Áslaugar Thelmu, þar sem talað hafi verið um að hún hafi „blikkað sig upp í launum“.Sjá einnig: Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“Höfnuðu skýringum sem þau sögðust ekki hafa fengið Áslaug Thelma og Einar Bárðarson, eiginmaður hennar, hafa bæði haldið því fram í færslum á samfélagsmiðlum að henni hafi verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Þá hafa þau einnig haldið því fram að OR hafi ekki gefið þeim haldbærar útskýringar á því af hverju Áslaugu Thelmu var sagt upp. „Ég hef tvívegis beðið um skýringar á uppsögninni en ekki fengið og ég veit með vissu að forstjóri OR gat ekki útskýrt brottvísunina fyrir stjórn OR á stjórnarfundinum á föstudag,“ segir til að mynda í færslu Áslaugar Thelmu sem birt var þann 17. september síðastliðinn. Samkvæmt niðurstöðum úttektarteymisins, sem greint er frá á vefsíðu OR þar eð umræddir kaflar eru ekki birtir í skýrslunni af persónuverndarástæðum, fékk Áslaug Thelma þó skýringar á uppsögn sinni. Hún hafi jafnframt hafnað því að fá frekari skýringar sem boðnar voru fram á fundi. Þá hafi forsendur fyrir uppsögn Áslaugar Thelmu verið metnar réttmætar, en þó hefði verið rétt að tilgreina ástæður uppsagnarinnar skriflega í uppsagnarbréfi. Einnig eru lagðar fram ábendingar um að skerpa þurfi á verklagi og ferlum varðandi uppsagnir hjá OR. Í dag var svo greint frá því að hinar réttmætu forsendur uppsagnar Áslaugar Thelmu að mati innri endurskoðunar hafi verið „frammistöðuvandi“. RÚV hafði þetta upp úr tölvupóstsamskiptum Sigurðar G. Guðjónssonar, lögmanns Áslaugar Thelmu, og Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun en sú síðarnefnda vísaði þar í óbirtan kafla innri endurskoðunar um uppsögn Áslaugar Thelmu.Undirkaflar varpa ljósi á efnistök Áslaug Thelma tjáði Stundinni í gær að hún gerði ekki ráð fyrir að heimila birtingu á upplýsingum um uppsögn sína sem er að finna í úttekt innri endurskoðunar. Kaflinn um uppsögn hennar ber heitið „Áslaug Thelma Einarsdóttir“ en titlar undirkafla hans, sem eru tíu talsins og finna má í efnisyfirliti skýrslunnar, varpa ákveðnu ljósi á efnistökin.Farið er yfir feril Áslaugar Thelmu hjá fyrirtækinu, bæði sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála og sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar, í fyrstu undirköflunum. Þá er einn undirkafli helgaður „Stjórnunarstíl ÁTE“, þ.e. Áslaugar Thelmu, og ummælum samstarfsfólks hennar. Einnig er farið yfir samskipti hennar og Bjarna Más, annars vegar í kaflanum „Starfsmannasamtöl BMJ og ÁTE“ og hins vegar í kaflanum „Kvörtun um óviðeigandi hegðun – samskipti ÁTE og BMJ“.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, steig til hliðar á meðan úttekt stóð. Hann var annar viðtakenda tölvupóstsins sem Einar sendi eftir að Áslaugu Thelmu var sagt upp.Fréttablaðið/StefánÞá er fjallað sérstaklega um tölvupóst sem eiginmaður Áslaugar Thelmu, áðurnefndur Einar Bárðarson, sendi starfsmannastjóra og forstjóra OR í kjölfar uppsagnar hennar. Einnig er farið yfir viðbrögð við tölvupóstinum og fund sem haldinn var með Einari og Áslaugu Thelmu tveimur dögum eftir að hann var sendur. Einn kaflinn ber svo heitið „Upplifun starfsfólks“, en komið hefur fram að úttektarteymið hafi rætt við fjölda fólks innan OR vegna uppsagnar Áslaugar Thelmu. Þar á meðal var ítrekað rætt við bæði Áslaugu Thelmu og Bjarna Má.Grýla, járnfrú, frekja og pempía Eins og áður hefur komið fram var Bjarna Má Júlíussyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON, sagt upp störfum eftir að Einar og Áslaug Thelma kvörtuðu undan hegðun hans. Uppsögn Bjarna Más var metin réttmæt í úttekt innri endurskoðunar, líkt og uppsögn Áslaugar Thelmu. Talið var sýnt fram á að Bjarni Már hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun í áðurnefndu launasamtali sem var í óþökk og misbauð Áslaugu Thelmu, og gæti jafnframt talist kynbundin. Uppsögn Bjarna Más átti sér afar stuttan aðdraganda en ákveðið var að segja honum upp þann 12. september og tók uppsögnin gildi morguninn eftir. Í tölvupósti sem Einar sendi forstjóra OR, Bjarna Bjarnasyni, og mannauðsstjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, þann 11. september sakar hann Bjarna Má um fjölþætta kynbundna áreitni í garð Áslaugar Thelmu og annarra kvenkyns starfsmanna. Einar vísar til að mynda í launasamtalið, umkvörtunarefni Áslaugar Thelmu. „Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu,“ skrifar Einar. Þá segir Einar að Bjarni hafi kallað Áslaugu Thelmu „grýlu, járnfrú, frekju og pempíu“ og sakar hann einnig um að hafa viðhaft óviðeigandi ummæli við samstarfskonu og undirmann Áslaugar. Þetta segir Einar að hafi allt verið tilkynnt til mannauðsstjórans, Sólrúnar Kristjánsdóttur.Fréttin sem vakti kátínu hjá Bjarna Má og hann sendi í afdrifaríkum tölvupósti.„Þetta grunaði mig“ Í viðhengi, sem Einar sendir með tölvupóstinum, er jafnframt tölvupóstur sem Bjarni Már sendi þremur kvenkyns samstarfskonum sínum, þar á meðal Áslaugu Thelmu, föstudagskvöldið 23. mars 2018. Hann bað konurnar afsökunar á sendingunni daginn eftir, og viðurkenndi jafnframt að hafa hlaupið á sig í samskiptum sínum við konurnar í viðtali við Vísi 13. september.Pósturinn er sendur með fyrirsögninni „Eruð þið ekki klárar í WOW‘ið !!!“, en konurnar voru með Bjarna Má í keppnisliði fyrir hjólreiðakeppnina WOW Cyclothon. Í tölvupóstinum er að finna hlekk á frétt Mbl um að rannsókn hafi sýnt fram á að konur sem hjóluðu stunduðu betra kynlíf. Við hlekkinn skrifaði Bjarni Már: „Þetta grunaði mig“. Einar setur þetta í samhengi við „nýskeðna atburði“, þ.e. uppsögn Áslaugar Thelmu. Hann segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi beðið sig um að „halda utan um og kynna“ opna fundi á vegum VR, sem sá síðarnefndi þvertók reyndar fyrir að hafa gert í samtali við Mbl í gær. Þannig hafi Einari dottið í hug að biðja Áslaugu Thelmu um að segja frá reynslu sinni hjá ON á fundi undir merkjum #MeToo-byltingarinnar. „Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ?“ skrifar Einar í póstinum.Frá fundi í Orkuveitunni í gær þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Helga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar.visir/vilhelmKlárað okkar á milli eða fleirum blandað í baráttuna Þá lýkur Einar tölvupóstinum með því að krefjast þess að stjórnendur OR endurskoði afstöðu sína til starfsloka Áslaugar Thelmu, og greiði henni jafnframt jafngildi launa til tveggja ára. „Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall,“ skrifar Einar. „Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.“ Upplifði póstinn sem hótun og útilokar ekki kæruFjallað var um tölvupóst Einars í fjölmiðlum í gær en kröfur hans í lokin vöktu sérstaka athygli. Helga Jónsdóttir, sitjandi forstjóri OR, var spurð út í póstinn í Kastljósi á RÚV í gærkvöldi. Aðspurð sagðist hún hafa upplifað bréfið sem hótun.„Ég var ekki stjórnandi fyrirtækisins á þessum tíma en þegar ég les þetta upplifi ég það þannig.“ Þá tjáði Helga fréttastofu í dag að ekki hafi enn komið til skoðunar að leggja fram kæru vegna ummæla Einars í póstinum, en hún útiloki þó ekki að til þess komi.„Ég held ég verði að svara því þannig að það hefur í sjálfu sér ekki komið til skoðunar enn þá frekar heldur en aðrir þættir skýrslunnar. […] Ég get náttúrlega ekki útilokað hluti fyrr en ég er búin að fara yfir þá.“Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar.AðsendÆrið tilefni til skoðunar á „umboði“ Einars Afskipti Einars af málinu eru áberandi í skýrslunni og þá er það mat úttektarteymisins að grípa hefði átt inn í aðkomu hans strax eftir að tölvupósturinn var sendur. „Innri endurskoðun telur að þegar hér var komið sögu hefði verið ærið tilefni til skoðunar á umboði makans,“ segir í skýrslunni. Þá telur innri endurskoðun að ekki hefði átt að boða Einar á fund Áslaugar Thelmu og stjórnenda ON, líkt og gert var þann 12. september. „Að mati Innri endurskoðunar hefði verið æskilegt að einskorða fundahöld vegna ráðningarsambands og loka þess þannig að á fundum væru aðeins þeir aðilar sem til þess hafa heimild skv. ákvæðum kjarasamnings, þ.e. ekki maki.“ Eftir umræddan fund með Einari og Áslaugu Thelmu kom stjórn ON svo saman, og var stjórnarformanni falið að ganga frá slitum á ráðningarsamningi Bjarna Más. Innri endurskoðun gerir einnig athugasemd þegar þar er komið í sögu í ferlinu, og telur að á þessum fundi hefði stjórnin átt að taka efnislega afstöðu til ávirðinga í tölvupósti Einars. Í framhaldi af því hefði stjórnin átt að láta rýna lagalega hvort orðalag og kröfur í tölvupóstinum hefðu kallað á sérstakar aðgerðir. Vandlega útfærður spuni Bjarni Már tjáir sig um uppsögn sína í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag undir yfirskriftinni „Markaðssettur spuni“. Þar segist honum ekki hafa verið gefinn kostur á að standa fyrir máli sínu auk þess sem uppsögnin hafi skaðað orðspor hans. Þá segir hann Einar og Áslaugu Thelmu, án þess þó að nafngreina þau, hafa vegið að mannorði sínu með „vandlega útfærðum spuna“. Bjarni Már leggur jafnframt áherslu á að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi reynst réttmæt, og ótengd sér. „Til að breiða yfir raunverulega ástæðu uppsagnarinnar, var búin til frásögn á samfélagsmiðlum, þar sem ummæli og atburðir voru slitin úr samhengi eða uppskálduð.“ Bjarni Már ítrekar einnig það sem kom fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér vegna málsins í gær, þ.e. að ásakanir um kynferðislegt áreiti í samskiptum hans við samstarfsfólk eigi ekki við rök að styðjast.„Rannsókn Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sýnir að tal um kynferðislega áreitni af minni hálfu á ekki við rök að styðjast og þau sem ég vann nánast með bera mér ekki illa söguna. Það er mér léttir að samkvæmt úttektinni upplifði enginn starfsmaður að henni eða honum hafi staðið ógn af framkomu minni.“ Líklegt er að Bjarni Már vísi þar til kafla skýrslunnar er snýr að uppsögn hans, sem eins og áður segir hefur ekki birst opinberlega. Bjarni tjáði fréttastofu í gær að hann hygðist ekki birta umræddar upplýsingar. Í köflum skýrslunnar sem eru aðgengilegir kemur þó fram að ljóst þykir, að mati innri endurskoðunar, að Bjarni hafi sýnt af sér óviðeigandi hegðun í starfi sínu sem framkvæmdastjóri ON.Fréttin var uppfærð klukkan 18:49 með athugasemd Einars Bárðarsonar, svo hljóðandi:„Hún hefur aldrei fengið skýringar á sinni uppsögn fyrr en í gær um kl 17:00 þegar lögmaður okkur kom á okkur erindi sem honum hafði verið sent rétt fyrir 15:00. Þar, sjötíu dögum seinna er dregin upp skýring. Allt annað er er ekki rétt.“
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45