Það er nánast að treysta á mark frá Kolbeini Sigþórssyni þegar hann byrjar leik með íslenska knattspyrnulandsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson var í byrjunarliði íslenska landsliðsins í 2-2 jafntefli í vináttulandsleik á móti Katar í gær en þetta var fyrsta mark hans með íslenska landsliðinu í 591 dag eða síðan 3. júlí 2016.
Það fylgir hinsvegar sögunni að Kolbeinn hafði heldur ekki byrjað landsleik síðan þá eða í meira en tvö ár. Það sem meira er að Kolbeinn hafði skorað í tveimur síðustu byrjunarliðsleikjum sínum með landsliðinu sem báðir voru á Evrópumótinu í Frakklandi sumarið 2016.
Kolbeinn skoraði sigurmarkið á móti Englandi í 16 liða úrslitum EM í Nice 27. júní og minnkaði síðan muninn í 5-2 tapi á móti Frökkum í átta liða úrslitunum í París 3. júlí.
Kolbeinn meiddist eftir EM og lék ekki með landsliðinu fyrr en 11. september 2018. Kolbeinn kom þá inná sem varamaður á móti Belgum í Þjóðadeildinni.
Hann kom líka inná sem varamaður í vináttuleik á móti Frökkum í október og á móti Belgum í Þjóðadeildinni á föstudaginn var.
Það var ekki að spyrja að því að Kolbeinn myndi skora þegar hann fékk aftur á byrja inná. Hann hefur nú skorað í þremur byrjunarliðsleikjum í röð.
Kolbeinn hefur mest náð að skora í fimm byrjunarliðsleikjum í röð en því náði hann árið 2013.
Hann hefur nú skorað 23 mörk fyrir íslenska landsliðið og það í aðeins 48 leikjum. Kolbeini vantar nú aðeins þrjú mörk til að jafna markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. Eiður Smári skoraði 26 mörk í 88 landsleikjum.
Kolbeinn hefur verið í byrjunarliði í 41 landsleik og komið inná sem varamaður í sjö leikjum. 21 af 23 mörkum sínum hefur hann skorað í byrjunarliðsleikjum sínum.
Nú er bara að vona að Kolbeinn finni sér aftur félagslið sem vill nota hann og að íslensku landsliðsþjálfararnir geti þar með með góðri samvisku valið hann aftur í landsliðið.
Kolbeinn með mark í þremur landsleikjum í röð í byrjunarliði
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Forest bannaði Neville að mæta á völlinn
Enski boltinn

Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska
Íslenski boltinn





Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli
Íslenski boltinn

Salah bestur og Gravenberch besti ungi
Enski boltinn

Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli
Fótbolti