Origo hækkar eftir söluna á Tempo Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 10:29 Finnur Oddsson, forstjóri Origo. Origo Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast. Tækni Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Hlutabréfaverð upplýsingatæknifyrirtækisins Origo hf. hefur hækkað um næstum 5 prósent það sem af er morgni í rúmlega 120 milljón króna viðskiptum. Hækkunina má líklega rekja til fregna þess efnis að fyrirtækið hafi selt um 55% hlut í dótturfélagi sínu Tempo ehf. til bandaríska fjárfestingafélagsins Diversis Capital.Í tilkynningu sem send var út vegna sölunnar í gær kom fram að áætlaður söluhagnaður Origo af viðskiptunum er um þrír milljarðar króna. Auk þess segir þar að áætlað sé að tveir milljarðar króna færist til tekna, sem gangvirðisbreyting á 45% eignarhlut Origo í Tempo, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Heildaráhrif viðskiptanna á afkomu Origo í rekstrarreikningi í fjórða ársfjórðungi eiga því að vera jákvæð um fimm milljarða króna. Haft var eftir Finni Oddsynni, forstjóra Origo, að kaup Diversis á Origo verði að teljast góðar fréttir fyrir alla hlutaðeigandi. Þá hafi rekstur Tempo gengið vel undanfarin ár. Árstekjur félagsins nema ríflega 20 milljónum bandaríkjadala og viðskiptavinir eru ríflega 12.000 í yfir 120 löndum, þjónað af 100 starfsmönnum í Reykjavík og Montreal. „Með stuðningi Diversis og Origo gerum við ráð fyrir að nú fari í hönd nýr kafli þróunar og tekjuvaxtar hjá Tempo og að virði félagsins geti aukist verulega á næstu misserum. Við höfum því lagt sérstaka áherslu á að Origo haldi áfram verulegum eignarhlut í félaginu og teljum það reyndar eitt af mikilvægari hagsmunamálum hluthafa Origo,” er haft eftir Finni í tilkynningunni. Þar segir jafnframt að heildarvirði Tempo í samningum er 62,5 milljónir dala. Diversis greiði Origo 34,5 milljónir dala en félögin muni sameiginlega leggja Tempo til handbært fé, 2 milljónir dala, sem greiðist í hlutfalli við eignarhlut. Jafnframt eiga báðir eigendur að hafa lýst yfir vilja til að styðja við innri og ytri vöxt félagsins á næstu árum, eftir því sem tækifæri gefast.
Tækni Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira