Ríkisstjórnin fagnaði fyrsta árinu Heimir Már Pétursson skrifar 30. nóvember 2018 19:53 Forsætisráðherra blés á kerti í tilefni dagsins. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“ Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til venjubundins fundar í Ráðherrabústaðnum í dag en í dag er eitt ár liði frá því hún var mynduð og í tilefni dagsins var boðið upp á skúffuköku og smákökur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Framsóknarflokks hafi verið mynduð í kringum metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa. „Við erum auðvitað búin að gera mjög mikið af því sem við lögðum upp með og þá ekki síst að fara í það mikla átak sem við töldum þörf á í uppbyggingu samfélagslegra innviða. Loftslagsmálin eru komin á dagskrá, þau voru líklega hvað mikilvægasta málið í stjórnarsáttmála þessarar ríkistjórnar. Jafnréttismálin hafa verið tekin mjög föstum tökum á þessu ári,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Ríkisstjórnin hafi lagt fram tvenn fjárlög á starfsárinu og aukið framlög til samfélagslegra verkefna og innviða verulega, eða samtals um 90 milljarða. Áætlanir séu uppi um frekari uppbyggingu á sviði samgangna og rannsókna. „Svo hlýt ég að nefna nýsköpunar- og þekkingargeirann sem var mjög umfangsmikið atriði í okkar stjórnarsáttmála. Þar sem við erum núna að fara að hækka þak á endurgreiðslum vegna vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar. Sem er liður í efnahagsstefnu þesarar ríkisstjórnar að stoðir efnahagslífsins verði fjölbreyttari og að við séum að færa okkur meira yfir í þekkingardrifið hagkerfi.“ Aðspurð hvort hún sé vongóð um komandi ár sagði Katrín: „Ég hugsa alltaf um einn dag í einu í mínu pólitíska lífi og það hefur gefist ágætlega hingað til.“
Stj.mál Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira