Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í dag. Ísland dróst í H-riðil ásamt Heimsmeisturum Frakklands.
Auk Íslands og Frakklands er Tyrkland, Albanía, Moldavía og Andorra í H-riðli og því ljóst að löng ferðalög bíða okkar manna en undankeppnin hefst í mars á næsta ári og lýkur í nóvember. Tvö efstu liðin í riðlinum öðlast þátttökurétt í lokakeppni EM 2020 sem fram fer um gjörvalla Evrópu.
H-riðill
Frakkland
Ísland
Tyrkland
Albanía
Moldavía
Andorra
Það er Norðurlandastemning í F-riðli þar sem Svíþjóð, Noregur og Færeyjar eru saman í riðli auk Spánverja, Rúmena og Möltu.
Alla riðlana má sjá hér fyrir neðan.
A-riðill
England
Tékkland
Búlgaría
Svartfjallaland
Kosovó
B-riðill
Portúgal
Úkraína
Serbía
Litháen
Lúxemborg
C-riðill
Holland
Þýskaland
Norður-Írland
Eistland
Hvíta-Rússland
D-riðill
Sviss
Danmörk
Írland
Georgía
Gíbraltar
E-riðill
Króatía
Wales
Slóvakía
Ungverjaland
Aserbaísjan
F-riðill
Spánn
Svíþjóð
Noregur
Rúmenía
Færeyjar
Malta
G-riðill
Pólland
Austurríki
Ísrael
Slóvenía
Makedónía
Lettland
H-riðill
Frakkland
Ísland
Tyrkland
Albanía
Moldavía
Andorra
I-riðill
Belgía
Rússland
Skotland
Kýpur
Kazakhstan
San Marínó
J-riðill
Ítalía
Bosnía og Herzegóvína
Finnland
Grikkland
Armenía
Liechtenstein

