Law & Order stjarna kom til Íslands til þess að kenna dótturinni á lífið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. desember 2018 19:30 Röhm ásamt dóttur hennar, Easton August. Instagram/Elizabeth Röhm. Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Hollywood-leikkonan Elisabeth Röhm, sem best er þekkt fyrir leik sinn í Law & Order þáttunum lífsseigu var nýverið stödd á Íslandi ásamt dóttur sinni, hinni tíu ára gömlu Easton August. Ástæða ferðarinnar var að sögn Röhm að sýna dóttur hennar að það væri ekkert í heiminum sem hún gæti ekki gert.Röhm skrifar um upplifun sína á Íslandi ávef tímaritsins Peopleen ef marka má Instagram-síðu Röhm voru mæðgurnar staddar hér á landi um miðbik síðasta mánaðar.Hin þýsk-bandaríska leikkona á að baki fjölbreyttan leikferil en er helst þekkt fyrir að hafa leikið saksóknarann Serena Southerlyn í Law & Order um fimm ára skeið. Þá hefur hún einnig hlotið góða dóma fyrir leik hennar í verðlaunamyndunum American Hustle og Joy.Í færslunni á vef People segir að hún hafi sjálf lært mikið þegar hún fór ein í ferð með foreldrum sínum til Grikklands og Japan, því hafi hún ákveðið að leyfa dóttur sinni að upplifa það sama. View this post on InstagramI my adventuresome girl #elisabethrohm A post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 17, 2018 at 3:45pm PST „Það opnar augu barnanna þegar þau sjá hvað heimurinn er stór,“ skrifar Röhm. Hún ákvað því að fara í mæðgnaferð til Íslands sem hún segir í raun hafa verið umfangsmikið fjögurra daga bílferð. Strax við komuna leigðu þær sér bílaleigubíl til þess að halda á Suðurlandið og það sem það hefur upp á að bjóða. „Verandi að koma frá Los Angeles leið okkur eins við værum komnar í Lord of the Rings,“ skrifar Röhm. Eftir að hafa skoðað Reynisfjöru og ýmislegt annað skelltu þær sér einnig upp á jökul. Rigning setti svip sinn á ferðina en þær mæðgur virðast þó hafa verið ánægðar með ferðina. Röhm telur einnig að ferðin muni hafa jákvæð áhrif á dóttur hennar. View this post on InstagramA post shared by Elisabeth Rohm (@elisabethrohm) on Nov 18, 2018 at 7:44am PST „Ég efast stórlega um það, að eftir þessa ferð, geti dóttir mín komist upp með það að segja „Ég get ekki gert þetta“ eða „Þetta er of erfitt.“ Þessi ferð reyndi mjög mikið á okkur og ég held að ferðin hafi styrkt okkur,“ skrifar Röhm. „Ég vona að Easton sé hugrökk, kraftmikil og forvitin um þennan stóra heim sem við búum í, og að hún viti að hún geti allt sem hún vilji taka sér fyrir hendar. Ég vona að þessi ferð hafi styrkt hana í þessum efnum,“ skrifar Röhm að lokum.Færslu hennar má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira