Stjarnan vann mikilvægan sigur á Skallagrím, 73-62, í Dominos-deild kvenna í körfubolta í dag. Leikið var í Ásgarði í Garðabæ.
Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik. Stjarnan leiddi 16-14 eftir fyrsta leikhluta og í hálfleik var staðan 41-33, Stjörnunni í vil.
Gestirnir frá Borgarnesi náðu aðeins að minnka muninn í þriðja leikhluta en hann varð minnst sex stig í þeim hluta og Stjörnustúlkur með tök á leiknum fyrir lokaleikhlutann.
Þær náðu aldrei að jafna metin en í fjórða leikhlutanum varð munurinn minnst tvö stig, 62-60. Heimastúlkur vörðu forystuna með kjafti og klóm og unnu að lokum ellefu stiga sigur, 73-62.
Danielle Victoria Rodriguez var stigahæst Stjörnustúlkna með 23 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar. Í liði Skallagríms voru það Shequila Joseph og Maja Michalska sem gerðu 20 stig hvor.
Stjarnan er eftir sigurinn með tólf stig í fjórða sæti deildarinnar en Skallagrímur er í því sjötta með sex stig.
Mikilvægur sigur Stjörnunnar
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti


Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant
Körfubolti





