Nýnasisti dæmdur fyrir morð vegna bílárásarinnar í Charlottesville Kjartan Kjartansson skrifar 8. desember 2018 09:04 Dodge Challenger-bifreiðin sem Fields ók niður þrönga götu og inn í hóp mótmælenda. Vísir/Getty Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm. Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður sem er yfirlýstur nýnasisti var dæmdur fyrir að hafa myrt rúmlega þrítuga konu þegar hann ók bíl sínum á hana og fleiri mótmælendur í borginni Charlottesville í Bandaríkjunum í fyrra. Konan og fólkið mótmæltu stærstu samkomu hvítra þjóðernissinna í fjölda ára sem árásarmaðurinn tók þátt í. Kviðdómur taldi að James Alex Fields yngri frá Ohio hefði ekið á fólkið í þröngri götu í miðbæ Charlottsville að yfirlögðu ráði. Heather Heyer, 32 ára gömul kona, lést og 35 manns slösuðust til viðbótar. Fields var einnig sakfelldur fyrir að hafa valdið þeim særðu líkamstjóni. Voðaverkið framdi Fields í kjölfarið á átökum hvítra þjóðernissinna, nýnasista og Kú Klúx Klan-liða annars vegar og mótmælenda þeirra hins vegar 12. ágúst í fyrra. Þeir fyrrnefndu komu saman í borginni til þess að mótmæla því að fjarlægja ætti styttu af Robert E. Lee, herforingja Suðurríkjanna, í bandaríska borgarastríðinu. Yfirskrift samkomunnar var „Sameinum hægrið“. Öfgamennirnir höfðu kvöldið áður gengið fylktu liði með kyndla og hrópað hatursfull slagorð eins og „Gyðingar munu ekki koma í staðinn fyrir okkur“. Í brýnu sló á milli þeirra og mótmælenda daginn eftir. Tveir lögreglumenn sem voru að störfum í tengslum við atburðina fórust í þyrluslysi þann dag. Óreiðirnar og árás Fields skóku bandarískt samfélag, ekki síst eftir að Donald Trump forseti þráaðist ítrekað við að fordæma hægriöfgamennina. Staðhæfing hans um að „fínt fólk“ hefði verið í báðum fylkingum í Charlottesville leiddi meðal annars til þess að fulltrúa stórra fyrirtækja sögðu sig frá ráðgjafanefndum Hvíta hússins í mótmælaskyni.Hakakrossar og nasistakveðjur voru áberandi á samkomu hvítu þjóðernissinnanna í Charlottesville í Virginíu í fyrra.Vísir/GettySögðu Fields hafa brugðist við af ótta og ringlun Verjendur Fields þrættu ekki fyrir að hann hefði ekið bílnum en sagði að hann hafi ekki ekið á fólkið með illum hug heldur af ótta um eigin öryggi og ringlun. Hann hafi strax iðrast gjörða sinna, að sögn Washington Post. Saksóknarar sýndu hins vegar myndbandsupptöku þar sem sást að enginn var nálægt bíl Fields þegar hann bakkaði honum fyrst upp götuna og gaf síðan í niður brekku í átt að fólkinu. Refsing Fields verður ákvörðuð fyrir dómi á mánudag. Hann á einnig yfir höfði sér ákæru frá alríkisstjórn Bandaríkjanna vegna hatursglæpa. Þar gæti hann átt yfir höfði sér dauðadóm.
Bandaríkin Donald Trump Mótmæli í Charlottesville Tengdar fréttir Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00 Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00 Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Myndasyrpa frá átökunum í Charlottesville Þegar hópar þjóðernissinna sem komu saman í Charlottesville í Bandaríkjunum mættu gagnmótmælendum um helgina kom fljótt til átaka þeirra á milli. 14. ágúst 2017 11:00
Trump sagði óeirðirnar í Virginíu báðum að kenna á stórfurðulegum blaðamannafundi Átök helgarinnar urðu helsta umræðuefni blaðamannafundar, sem átti að snúast um skipulag innan ríkisstjórnarinnar, í anddyri Trump-turns í New York-borg í dag. 15. ágúst 2017 22:00
Maður sem ók á fólk í Charlottesville ákærður fyrir hatursglæpi Þrjátíu og tveggja ára gömul kona lét lífið þegar maðurinn ók bíl sínum inn í hóp gagnmótmælenda í kringum samkomu hvítra þjóðernissinna. 27. júní 2018 17:53