„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 21:48 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39