„Við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika“ Kristín Ólafsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. desember 2018 21:48 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins. Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn virða ákvörðun Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, um að fara í launalaust leyfi frá þingstörfum vegna óviðeigandi hegðunar. Flokksmenn séu þó leiðir yfir málinu.Sjá einngi: Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Ágúst greindi frá því á Facebook í kvöld að hann hygðist leita sér aðstoðar sérfræðings og óska eftir tveggja mánaða launalausu leyfi í kjölfar atviks í byrjun sumars. Sagðist Ágúst hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu, sem í kjölfarið tilkynnti framkomu hans til trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar. Í síðustu viku komst nefndin að þeirri niðurstöðu að veita Ágústi áminningu vegna málsins.Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, greindi frá ósk sinni um launalaust leyfi á Facebook í kvöld.Vísir/vilhelmTaka áminningunni mjög alvarlega Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir í samtali við fréttastofu að mjög skýrar verklagsreglur séu í gildi innan Samfylkingarinnar þegar kemur að málum sem þessu. Trúnaðarráð flokksin, sem skipað er lögmanni, félagsráðgjafa og tveimur sálfræðingum, taki þau til meðferðar. „Í tilvikinu sem hér um ræðir þá beindist kvörtunin að Ágústi og úrskurðarnefndin úrskurðar að þetta sé siðabrot og áminning, en ekki tilefni til að hann víki úr trúnaðarstörfum eða annað. En þegar Ágúst fær þennan úrskurð ákveður hann að setjast niður með þingmönnunum og upplýsa um þetta og segja okkur að hann vilji gera meira.“ Inntur eftir því hvort Ágúst njóti stuðnings flokksins, eða þá hvort ósk um launalaust frí hafi verið gerð í samráði við aðra þingmenn Samfylkingarinnar, segir Logi að flokksmenn virði ákvörðun hans. „Við auðvitað erum leið yfir þessu, atvikinu, og við tökum því mjög alvarlega að Ágúst hafi fengið áminningu. En við virðum hans ákvörðun í ljósi málsatvika.“ Ágúst er þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður og sat fyrst á þingi fyrir Samfylkinguna árin 2003-2009. Þá tók hann aftur sæti á þingi eftir kosningarnar í fyrra. Hann er annar varaformaður fjárlaganefndar Alþingis og varaformaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.
Alþingi Tengdar fréttir Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Í launalaust leyfi eftir að hafa orðið sér til „háborinnar skammar“ í samskiptum við konu Þetta gerir Ágúst eftir meðferð trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar á málinu em konan tilkynnti það til nefndarinnar. 7. desember 2018 20:39