Mikill viðbúnaður fyrir mótmælin í dag Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. desember 2018 07:30 Koma upp myndavél til að fylgjast með Gulu vestunum. Nordicphotos/AFP Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Gulu vestin, mótmælendurnir sem hafa undanfarnar helgar safnast saman og mótmælt ríkisstjórn Emmanuels Macron Frakklandsforseta, mæta aftur til leiks í París í dag. Um síðustu helgi breyttust mótmælin í óeirðir. Hundruð voru handtekin, á annað hundrað særðust og mikið eignatjón varð. Þótt Macron hafi orðið við upphaflegri kröfu Gulu vestanna, að hætta við skattahækkun á eldsneyti, hefur mótmælunum í dag ekki verið aflýst. Enda snúast þau í auknum mæli um stjórnarhætti Macrons og ríkisstjórnarinnar eins og þeir leggja sig. Mikill viðbúnaður er í höfuðborginni vegna mótmælanna. Edouard Philippe forsætisráðherra greindi frá því í gær að um 89.000 lögregluþjónar yrðu kallaðir út víðs vegar um Frakkland, þar af 8.000 í París, og að brynvarðir bílar yrðu notaðir í höfuðborginni. Þá hefur öryggismyndavélum verið komið fyrir. Helstu kennileitum Parísar hefur verið lokað eða þau girt af. Þá hefur lögregla eindregið hvatt eigendur verslana og veitingastaða við Champs-Elysees til þess að skella í lás. Knattspyrnuleikjum hefur aukinheldur verið slegið á frest. Christophe Castaner, innanríkisráðherra Frakklands, sagði í gær að mótmælin hefðu getið af sér skrímsli. Hann varaði við því að öfgafólk gæti komið sér fyrir innan raða mótmælenda og valdið usla. „Ég hef enga samúð með þeim sem misnota örvæntingu þjóðarinnar,“ sagði Castaner við blaðamenn.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Sjá meira
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. 7. desember 2018 08:17
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55