Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 19:45 Landsréttur féllst ekki á að konan hefði ráðist á fólkið í nauðvörn. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15