Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 08:17 Röðin í Eiffel-turninn verður eflaust stutt á morgun. Vísir/Getty Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00