Eiffel-turninum og Louvre lokað vegna mótmæla Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2018 08:17 Röðin í Eiffel-turninn verður eflaust stutt á morgun. Vísir/Getty Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun. Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Vinsælir ferðamannastaðir í París verða lokaðir á morgun af ótta við að fjöldamótmæli brjótist út í borginni um helgina. Mótmælendur hafa safnast saman í stærstu borgum Frakklands undanfarnar helgar og valdið miklum usla og ómældu tjóni. Upphaflega hverfðust mótmælin um skattahækkun á díselolíu, sem búið er að falla frá, en hafa þróast út í almenn óánægju með stefnu ríkisstjórnar Emmanuel Macron Frakklandsforseta, ekki síst í efnhagsmálum. Til að stemma stigu við frekari uppþotum verða 89 þúsund lögreglumenn ræstir út á morgun í Frakklandi auk þess sem brynvarðir bílar munu aka um götur höfuðborgarinnar, að sögn forsætisráðherra landsins. Lögreglan hefur hvatt veitingahúsa- og verslunareigendur meðfram Champs-Elysees að hafa lokað á morgun og fylgja þannig fordæmi ýmissa kennileita sem munu skella rækilega í lás um helgina.Sjá einnig: Undirbúa sig fyrir frekari mótmæliEkki verður hægt að fara upp í Eiffel-turninn á morgun eða heimsækja listasöfnin Louvre eða Orsay. Þar að auki verður fjölda óperuhúsa lokaður, rétt eins og Grand Palais-safnið. Engin óþarfa áhætta verður tekin á morgun að sögn þarlendra stjórnvalda og vísa þar til þess að hinn víðfrægi Sigurbogi skemmdist í mótmælunum um síðustu helgi. Í samtali við AFP-fréttastofuna segir starfsmaður franska innanríkisráðuneytisins að stjórnvöld séu að búast við heljarinnar mótmælum á morgun. Aðgerðarsinnar yst á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafa boðað komu sína í miðborg Parísar á morgun og því líklegt að sjóða muni upp úr. Forsætisráðherra Frakklands, Edouard Philippe, sagðist í sjónvarpsviðtali á dögunum vona að mótmælendur myndu leggja niður vopnin sem fyrst. Þar að auki væru margir í þeirra röðum sem ekki væru komnir til að mótmæla stefnu stjórnvalda, heldur vildu þeir aðeins brjóta og bramla. Engu að síður opnaði Philippe á það að frönsk stjórnvöld myndu koma enn frekar til móts við kröfu mótmælendanna, til að mynda með því að hækka lágmarkslaun.
Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Fastur á milli steins og sleggju Forseti Frakklands ákvað að hækka ekki eldsneytisskatt. Þrátt fyrir það halda mótmæli Gulu vestanna áfram. Umhverfissinnar telja að skattahækkanir sem þessar séu nauðsynlegar til þess að draga úr loftslagsbreytingum. 7. desember 2018 06:00