Refsaði dóttur sinni fyrir eineltistilburði með átta kílómetra göngu í skólann Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2018 22:14 Skjáskot úr umræddu myndbandi. Skjáskot/Facebook Bandarískur faðir tíu ára stúlku hefur verið gagnrýndur fyrir „óhefðbundnar“ uppeldisaðferðir sínar eftir að hann lét dóttur sína ganga átta kílómetra leið í skólann. Gönguferðin var til þess að refsa stúlkunni fyrir að hafa lagt samnemendur sína í einelti. Umræddur faðir, Matt Cox, birti myndband af dóttur sinni, Kirsten, þramma í skólann á Facebook á mánudag. Þar útskýrir hann hvernig í pottinn er búið en Kirsten var nýlega bannað að ferðast með skólabílnum vegna eineltistilburða. Cox ákvað því að kenna henni lexíu sem hann festi á filmu. Yfir fimmtán milljónir notenda hafa horft á myndbandið á Facebook. Í myndbandinu heyrist Cox m.a. segja að hann geri sér grein fyrir því að aðrir foreldrar verði e.t.v. ekki hrifnir af uppátækinu. „Ég er að gera það sem mér finnst hið rétta í stöðunni til þess að kenna dóttur minni lexíu og koma í veg fyrir að hún leggi í einelti.“ Í færslu sem Cox birti í gær segir hann að Kirsten líði vel og að hún hyggist hætta að stríða samnemendum sínum. Þá greindi hann jafnframt síðar frá því í viðtali við WTVG-News að göngutúrnum hefði verið skipt niður á þrjá daga. Notendur á Facebook hafa ýmist lofað Cox eða gagnrýnt hann harðlega. Gagnrýnisraddir hafa flestar bent á að „opinber smánun“ tíu ára barns á samfélagsmiðlum sé ekki vænleg til vinnings, jafnvel þótt barnið hafi lagt í einelti. Bandaríkin Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Bandarískur faðir tíu ára stúlku hefur verið gagnrýndur fyrir „óhefðbundnar“ uppeldisaðferðir sínar eftir að hann lét dóttur sína ganga átta kílómetra leið í skólann. Gönguferðin var til þess að refsa stúlkunni fyrir að hafa lagt samnemendur sína í einelti. Umræddur faðir, Matt Cox, birti myndband af dóttur sinni, Kirsten, þramma í skólann á Facebook á mánudag. Þar útskýrir hann hvernig í pottinn er búið en Kirsten var nýlega bannað að ferðast með skólabílnum vegna eineltistilburða. Cox ákvað því að kenna henni lexíu sem hann festi á filmu. Yfir fimmtán milljónir notenda hafa horft á myndbandið á Facebook. Í myndbandinu heyrist Cox m.a. segja að hann geri sér grein fyrir því að aðrir foreldrar verði e.t.v. ekki hrifnir af uppátækinu. „Ég er að gera það sem mér finnst hið rétta í stöðunni til þess að kenna dóttur minni lexíu og koma í veg fyrir að hún leggi í einelti.“ Í færslu sem Cox birti í gær segir hann að Kirsten líði vel og að hún hyggist hætta að stríða samnemendum sínum. Þá greindi hann jafnframt síðar frá því í viðtali við WTVG-News að göngutúrnum hefði verið skipt niður á þrjá daga. Notendur á Facebook hafa ýmist lofað Cox eða gagnrýnt hann harðlega. Gagnrýnisraddir hafa flestar bent á að „opinber smánun“ tíu ára barns á samfélagsmiðlum sé ekki vænleg til vinnings, jafnvel þótt barnið hafi lagt í einelti.
Bandaríkin Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira