Fastur á milli steins og sleggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Staðan hjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hlýtur að teljast vægast sagt erfið þessa dagana. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila