Banna farsíma á skólatíma: Dæmi um að foreldrar hafi samband við börnin í kennslustund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2018 08:32 Farsímar verða bannaðir í Öldutúnsskóla frá áramótum. vísir/hanna Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Farsímanotkun verður bönnuð í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði frá og með 1. janúar næstkomandi. Valdimar Víðisson, skólastjóri skólans, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í gær og sagði ástæðuna fyrst og fremst þá að farsímar hafi ekker kennslufræðilegt gildi. Sú sé að minnsta kosti raunin í Öldutúnsskóla þar sem aðgengi nemenda að spjaldtölvum og borðtölvum er gott en auk þessa vilja skólastjórnendur takmarka áreitið sem nemendur verða fyrir frá símunum. „Farsímarnir eru eingöngu áreiti á skólatíma og það er þetta áreiti sem við viljum minnka og það er líka aðgengi að börnunum. Þetta er orðið þannig að foreldrar hafa samband við börnin sín í gegnum þeirra síma í kennslustund þannig að þetta er orðið aðgengi að börnunum er orðið allan sólarhringinn. Við viljum bara verja börnin frá þessu áreiti og aðgengi sem er að þeim allan daginn,“ sagði Valdimar. Hann sagði málið hafa verið í vinnslu í svolítinn tíma. „Við erum búin að ræða þetta við starfsmannahópinn, skólaráð og stjórn nemendafélagsins og þetta er búið að vera í vinnslu. Nú er komið að því að taka ákvörðun um að banna farsímanotkun á skólatíma frá og með 1. janúar og þá náttúrulega á meðal nemenda og að sjálfsögðu verða starfsmenn að vera fyrirmyndir og passa upp á notkun símanna í starfi.“ Valdimar sagði að Öldutúnsskóli væri ekki fyrsti skólinn til þess að banna farsímanotkun; hann hefði heyrt af minni skólum úti á landi sem hefðu gripið til þessa ráðs en hann hefði ekki heyrt að farsímar hefðu verið bannaðir í jafn fjölmennum skóla. 600 nemendur ganga í Öldutúnsskóla. Að sögn Valdimars eru farsímarnir orðnir það mikið áreiti að þeir eru jafnvel orðnir hamlandi fyrir börnin. Þau séu að kanna símana í kennslustundum og sitja jafnvel hlið við hlið í frímínútum en tala saman í gegnum símana. Aðspurður um viðbrögð nemenda og foreldra þeirra segir Valdimar að nemendurnir hafi verið óhressir með þessa nýjung en að viðbrögð frá foreldrum hafi verið jákvæð. Viðtalið við Valdimar má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira