Sólveig Anna henti bókagjöf frá frjálslyndum unglingum beint í ruslið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:20 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan. Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira
Frjálslyndir framhaldsskólanemar færðu Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, bókagjöf á dögunum. Um er að ræða bókina Hagfræði í hnotskurn eftir Henry Hazlitt. Sólveig greinir frá þessu á Facebook þar sem hún leggur til að framhaldsskólanemarnir prófi að vinna í tíu ár á lágum launum. Sólveig Anna segir að Hazlitt, sem hafi elskað hagfræðingana Ludwig von Mises og Friedrich Hayek, hafi einu sinni reiknað út þann orðafjölda sem hann hafi verið búinn að skrifa. Tíu milljónir orð. „Semsagt; fyrsta flokks Homo Economicus, svo æstur í að reikna út tilveruna að hann nennti að telja öll orðin sín. It takes all kinds, I guess. Hann hataði velferðakerfi og réðst stöðugt á New Deal Roosevelt, af sannri prinsippmennsku; það er betra að láta vesalingana drepast úr atvinnuleysi og hungri en að leyfa ríkinu að redda einhverju eftir að kapítalistar eru búnir að rústa samfélaginu. Því hvernig öðruvísi á vinnuaflið að læra að hegða sér ef við sameinumst ekki í að pína það og kremja?“ segir Sólveig Anna. Hún segir hina frjálslyndu framhalsskólanema væntanlega verða hina nýju „overloards“, innblásna af mennskum reiknivélum og æstir í að kenna vinnandi fólki landsins nýjar og betri lexíur, alveg mega halda áfram að færa henni gjafir í vinnuna. „En ég (í anda jólanna?) er að pæla í að færa þeim þessa uppástungu, með kveðju; Prófiði að vinna í 10 ár sem láglaunakona á íslenskum útsölu-vinnumarkaði, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í tveimur vinnum til að geta borgað húsaleigina, prófiði að eiga vinkonur sem þurfa að vera í þremur vinnum til að geta tryggt afkvæmum sínum öruggt þak yfir höfuðið, prófiði að skoða launaseðla fólks sem lendir í klónum á gróðasjúkum kapítalistum, prófiði að tala við fólk sem hefur unnið alla æfi og getur ekki hætt, þrátt fyrir að vera orðið sjötugt, vegna eigna og allsleysis, prófiði að lifa og starfa sem verka og láglaunamanneskjur og þegar þið eruð búnir að prófa það; tja, þá getum við kannski rætt um frelsið í sínum víðasta skilningi.“ Rataði bókin beint í ruslið eins og sjá má að neðan.
Kjaramál Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Sjá meira