Íbúum á Klaustri svíður umræðan um Klaustur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2018 13:30 Sandra Brá Jóhannesdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps sem er með aðsetur á Klaustri. Myndin var tekin á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga í haust. Magnús Hlynur Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi. Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Íbúum á Kirkjubæjarklaustri svíður mörgum að í umræðu um ummæli þingmannanna sex sem ræddu málin á bar í miðbæ Reykjavíkur að kvöldi 20. nóvember síðastliðins sé talað um Klaustur. Sveitarstjórinn tekur undir að í vandaðri umfjöllun ættu fjölmiðlar og fólk að greina á milli. Hætt sé á að fólk telji að Kirkjubæjarklaustur tengist málinu. „Ég hef aðeins orðið vör við þessa orðræðu á Facebook að fólki finnist að það sé nauðsynlegt að það komi fram í allri orðræðu um þetta mál að um sé að ræða Klaustur Bar en ekki þorpið Kirkjubæjarklaustur sem í daglegu tali er nefnt Klaustur,“ segir Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaftárhrepps. „Ég tek að sjálfsögðu undir það að væri vitaskuld eðlilegt fyrir vandaða umfjöllun að það kæmi fram til að koma í veg fyrir allan misskilning. Sumir fjölmiðlar virðast gæta sín á þessu á meðan aðrir fjalla um þetta með fyrirsagnirnar Klausturþingmenn og Klausturmálið sem getur valdið því að einhverjir leggi saman tvo og tvo og fái út fimm“, segir Sandra Brá en skrifstofan hennar er á Klaustri, þ.e. Kirkjubæjarklaustri í Skafárhreppi.Rétt skuli vera rétt Íbúum á staðnum svíður umræðan um Klaustur þegar ekki er tilgreint að um barinn sé að ræða. „Mér og öðrum íbúum hér í okkar litla samfélagi á Klaustri finnst mjög óþægilegt og ekki við hæfi að það glymji stöðugt í fjölmiðlum fréttir um Klausturmálið og Klausturþingmenn,“ segir Sandra. Hún biður fjölmiðla um að vanda sig og taka „tillit til okkar hér á Klaustri því við tölum ekki svona um annað fólk og talið um Klausturbarmálið og Klausturbarþingmennina, það getur ekki verið svo erfitt að bæta bar aftan við Klaustur, enda skal rétt vera rétt,“ segir Anna Harðardóttir sem er búsett rétt við Klaustur í Skaftárhreppi.
Skaftárhreppur Stjórnsýsla Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira