„Geitin“ í NFL-deildinni grínast með að nú sé öllum markmiðum náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:30 Tom Brady fagnar því að þúsund jardar eru í höfn. Vísir/Getty Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira
Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Sjá meira