Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:55 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, var ekki yfir sig hrifin af viðbrögðum Önnu Kolbrúnar Árnadóttur. Fréttablaðið/Ernir Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira
Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. „Það komu fram ýmsar breytingar um uppsetningu þingsins. Ég veit ekki hversu mikið ég get tjáð mig um þetta. Forsetinn mun vera með yfirlýsingu í byrjun þingfundar þar sem hann fer yfir hverjar afleiðingarnar af þessu máli verða og eru, og hvaða hreyfingar hafa verið fram að þessu. Ég veit ekki hvort ég megi tjá mig um þetta þannig að ég ætla bara að passa mig,“ sagði Þórhildur Sunna. Anna Kolbrún Árnadóttir er starfandi þingflokksformaður Miðflokksins eftir að Gunnar Bragi Sveinsson fór í launalaust leyfi í ótilgreindan tíma. Þórhildur Sunna var spurð út í viðbrögð Önnu Kolbrúnar á fundinum. „Þau voru ekki neitt sérlega stórmannleg,“ sagði Þórhildur Sunna og vísaði í að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér. Anna Kolbrún hefði tjáð sig um málið en ekki mikið að sögn Þórhildar Sunnu.Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/VilhelmOddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, sagði að á fundinum hefði verið rætt hvernig þingmenn ætluðu að ganga inn í daginn. „Við tökum á þessu máli á næstu dögum í þeim farvegum sem við höfum,“ sagði Oddný. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, sagði forseta Alþingis vera að fara yfir málið á fundi forsætisnefndar. Svo yrði hann með yfirlýsingu í upphafi þingfundar. „Vonandi náum við að halda formlegum þingstörfum áfram eftir það. Það eru mörg stór mál sem bíða úrlausnar. Þrátt fyrir allt þurfum við að sinna okkar starfi.“Uppfært:Þórhildur Sunna hafði samband við fréttastofu og vildi árétta að ummæli hennar um að viðbrögð Önnu Kolbrúnar hefðu ekki verið stórmannleg, hefðu verið meint á annan hátt, það er að Anna Kolbrún hefði verið lítil í sér á fundi þingflokksformanna. Frétt og fyrirsögn hafa verið uppfærð í samræmi við það.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Fleiri fréttir Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Sjá meira