Venus og máninn hátt á himni skína Kjartan Kjartansson skrifar 3. desember 2018 11:11 Tunglið (t.h.) og Venus (t.v.) hafa fylgst að síðustu morgna og lýst upp morgunhimininn. Sævar Helgi Bragason Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA Geimurinn Venus Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira
Reikistjarnan Venus hefur sett sterkan svip á himininn þar sem hún skín skært nærri tunglinu á morgnana. Birta nágrannareikistjörnunnar er í hámarki nú í byrjun desember en hún byrjar í kjölfarið að dofna þar til hún hverfur í birtu sólarinnar í febrúar. Samsýning Venusar og tunglsins í minnkandi sigð er í hámarki dagana 2. til 4. desember að því er segir á Stjörnufræðivefnum. Saman hafa þau skinið í suðaustri á morgnana við birtingu. Tunglið verður nýtt á föstudag og eftir það fer það vaxandi á kvöldhimninum. Samstaða tunglsins og Venusar endurtekur sig í byrjun janúar. Þeir sem hafa aðgang að sjónauka geta séð að Venus er einnig sigðarlaga um þessar mundir. Ólíkt tunglinu er reikistjarnan vaxandi og er um fjórðungur skífu hennar upplýstur. Fölgulur litur Venusar skýrist af brennisteini í skýjunum sem hylja reikistjörnuna.Forngrikkir kölluð Venus Evsfórus þegar hún skein á morgunhimninum en Hesperus þegar hún var kvöldstjarna. Venus verður næst sýnileg á kvöldin í lok desember á næsta ári.Sævar Helgi BragasonVenus er næsta reikistjarnan við jörðina í sólkerfinu en að jafnaði skilja um 40 milljón kílómetrar þær að. Hnettirnir eru um það bil jafnstórir, jafnmassamiklir og jafna þyngdarhröðun. Líkindi reikistjarnanna enda þar. Jörðin býður upp á kjöraðstæður fyrir fjölbreytt lífríki en Venus er helvíti líkust. Hitinn við yfirborð Venusar nálgast 500°C og lofthjúpurinn er svo þéttur að við yfirborðið er loftsþrýstingurinn níutíu sinnum meiri en við sjávarmál á jörðinni. Það jafnast á við þrýstinginn á eins kílómetra dýpi í höfum jarðar. Sovésk geimför sem lentu á Venusi á 8. áratugnum entust aðeins í nokkrar klukkustundir áður en þau voru kramin eins og gosdósir. Ástæðan fyrir því hversu ólíkar aðstæðurnar eru á þessum grannreikistjörnum er ekki hversu nær Venus er sólinni en jörðin. Þannig fær yfirborð jarðarinnar meiri orku frá sólinni en Venus vegna þess lofthjúpur Venusar er svo þykkur að hann endurvarpar 70% sólarljóss sem fellur á hann. Vísindamenn telja að aðstæður á Venusi hafi getað líkst jörðinni í fyrndinni en lofthjúpar þeirra þróuðust síðan á gerólíkan hátt. Á Venusi leiddu óðagróðurhúsaáhrif til þess að höf fljótandi vatns gufuðu upp. Koltvísýringur sem eldfjöll Venusar spúðu frá sér leystist ekki lengur upp í höfunum heldur safnaðist fyrir í lofthjúpnum og jók enn á gróðurhúsahlýnunina þar til hitinn við yfirborðið jafnaðist á við í bakaraofni.Mynd evrópska geimfarsins Venus Express af skýjum Venusar.ESA/MPS/DLR/IDA
Geimurinn Venus Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Fleiri fréttir Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Sjá meira