Aron Einar um riðilinn: Þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 11:30 Aron Einar Gunnarsson. Vísir/Getty Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi markið sitt á móti Úlfunum og riðil íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2020 í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Aron Einar skoraði í 2-1 sigri Cardiff City á Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir liðið í fallbaráttunni. „Ég hef þetta ennþá í mér. Ég næ að skora við og við. Ég geri mistök í þeirra marki þegar ég missi manninn frá mér í horninu þeirra og hann skorar. Það var gott að bæta fyrir það með því að jafna leikinn og koma okkur aftur inn í þetta,“ sagði Aron Einar í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur upp á framhaldið. Við þurfum að vera sterkir á heimavelli þannig að þetta var góður sigur,“ sagði Aron Einar. Hann er ánægður með ástandið á sér. „Heilsan er mjög góð. Hnéð heldur sínu striki og það er enginn vökvi í því. Ökklinn er líka mjög góður. Þetta er allt á réttu róli hjá mér. Núna þarf ég bara að spíta í lófana og fara að æfa aðeins meira. Ég hef ekki verið að æfa mikið og bara verið að spila. Ég þarf að fara að venjast æfingaálaginu aftur. Mér líður vel og er jákvæður á framhaldið,“ sagði Aron Einar Íslenska landsliðið lenti í riðli með heimsmeisturum Frakka auk Tyrklands, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Hvernig líst fyrirliðanum á riðilinn? „Þetta er allt í lagi. Ég hugsaði með mér: Tyrkirnir aftur. Svo lítur maður til baka og sér að við höfum haft ágætis tök á þeim. Það eru erfiðir útileikir í þessum riðli. Bæði Tyrkir og Albanir eru gríðarlega sterkir á sínum heimavöllum. Við rennum síðan blint í sjóinn á móti Moldóvum því við höfum aldrei spilað við þá áður,“ sagði Aron Einar „Mér líst mjög vel á þetta. Við höfum náð í þrjá punkta á útivelli á móti þessum liðum áður og af hverju ekki aftur. Þetta verður erfiður riðill en ég er samt sem áður jákvæður. Þetta er ágætis dráttur. Við þurfum að bæta fyrir síðasta ár og koma okkur aftur á EM,“ sagði Aron Einar. Íslenska landsliðið hefur ekki unnið keppnisleik í langan tíma og það þarf heldur betur að breytast ætli strákarnir að komast á EM 2020. „Við þurfum líka að átta okkur við hverja við höfum verið að spila þó að ég ætli nú ekki að fara að skýla okkur á bak við það. Við höfum verið í erfiðum leikjum og lent í miklum meiðslum. Það afsakar það samt ekki að vera ekki búnir að vinna leik á árinu,“ sagði Aron Einar „Við vitum það líka sjálfir. Við setjum mikla pressu á okkur að skila árangri. Það góða við það að það eru sterkir karakterar í þessum hóp og það hefur skilað þessum árangri síðustu ár. Við þurfum að ná í þessi gildi sem sköpuðu þennan árangur á sínum tíma og byrja að vinna hart að þeim,“ sagði Aron Einar en hann er búinn að heyra í strákunum í landsliðinu eftir dráttinn. „Við erum búnir að tala saman og menn eru bara jákvæðir. Þeirra skoðun endurspeglar bara þá skoðun sem ég er búinn að tala um hér,“ sagði Aron Einar en það má heyra allt spjallið við Aron Einar hér fyrir neðan.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira