Ætla að starfa saman sem óháðir þingmenn utan flokka Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2018 10:37 Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason ætla að starfa áfram sem óháðir þingmenn. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, sem tók sæti á þingi fyrir Flokk fólksins eftir þingkosningar 2017, kveðst ætla að starfa áfram sem óháður þingmaður utan flokka en hann var rekinn úr Flokki fólksins ásamt Karli Gauta Hjaltasyni síðastliðinn föstudag. „Ég er búinn að senda forseta Alþingis bréf og tilkynna honum að frá og með þessum degi starfa ég sem þingmaður utan flokka. Forseti Alþingis er búinn að staðfesta móttöku bréfsins og ég veit að Karl Gauti hefur sent sams konar bréf. Við ætlum að hafa með okkur samstarf óháðir utan flokka,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Tvímenningarnir eru því ekki lengur í þingflokki Flokks fólksins en þeir geta ekki stofnað með sér nýjan þingflokk þar sem ákvæði er í þingsköpum um að að minnsta kosti þrír þingmenn skuli skipa þingflokk. Ólafur var formaður þingflokks Flokks fólksins og Karl Gauti varaformaður en þegar Vísir náði tali af Ólafi rétt fyrir klukkan 10:30 kvaðst hann ekki vera á leið á þingflokksformannafund fyrir hönd Flokks fólksins þar sem hann væri orðinn óháður þingmaður. Fundur formanna þingflokka hófst klukkan 10:30. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, mætti á fundinn.Hafa ekki fengið boð um að koma í annan flokk Þeir Ólafur og Karl Gauti voru á meðal sex þingmanna sem saman komu á barnum Klaustur þann 20. nóvember síðastliðinn en þar var meðal annars rætt um hæfni Ingu Sæland og sagði Karl Gauti hana ófæra um að stjórna. Samræður þingmannanna sex, sem viðhöfðu niðrandi tal um fleiri en Ingu Sæland, náðust á upptöku en hinir fjórir þingmennirnir koma allir úr Miðflokknum. Á einni upptökunni má heyra að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, býður Ólafi að skipta um flokk og gerast þingflokksformaður Miðflokksins. Aðspurður hvort að einhver flokkur á þingi hafi boðið þeim Ólafi og Karli Gauta að ganga í sínar raðir eftir að þeir voru reknir úr Flokki fólksins segir Ólafur svo ekki vera. „Nei, það hefur ekki verið gert og það er ekki neitt slíkt uppi. Ég held að okkur sé bara best að vera utan flokka óháðir og halda áfram að reka þau mál sem við höfum beitt okkur fyrir. Við erum með alveg sæg af málum sem við erum að vinna í, bæði sem hafa komið fram og eru ókomin fram,“ segir Ólafur.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00 Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39
Segir þingfund hefjast á óhefðbundinn hátt Fyrsti þingfundur eftir að samtal þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins var gert opinbert verður í dag. Kollegar þeirra leita nú leiða til að koma þingmönnunum í skilning um að þeir verði að víkja. 3. desember 2018 06:00
Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. 1. desember 2018 12:00