Ísland lenti í snúnum riðli Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 07:00 Guðni Bergsson og Erik Hamrén voru viðstaddir dráttinn vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén. Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun verja drjúgum tíma í flugi og öðrum samgöngumátum frá því í mars á næsta ári fram til mars árið 2020. Dregið var í riðla fyrir undankeppni EM 2020 í Dublin á Írlandi í gær og lenti Ísland í H-riðli með Frakklandi, Tyrklandi, Albaníu, Moldóvu og Andorra. Þrjú þessara landa eru í um það bil 5.000 kílómetra fjarlægð frá Íslandi og því ljóst að löng ferðalög eru fram undan. Efstu tvö sætin í riðlinum munu koma íslenska liðinu áfram í lokakeppni mótsins og þriðja sætið getur gefið möguleika á umspili um laust sæti á mótinu. Það er því fínn möguleiki á að Íslandi takist að tryggja sér sæti á þriðja stórmótinu í röð. Fyrsti leikurinn fer fram í mars á næsta ári og undankeppninni lýkur um það bil ári síðar. Íslenska liðið mun mæta því moldóvska í fyrsta sinn þegar þau mætast í undankeppninni. Moldóva var eitt fjögurra liða sem Ísland gat mætt í fyrsta sinn í undankeppninni. Flestir í liðinu leika í heimalandinu og er það í 170. sæti á styrkleikalista FIFA. Síðustu fjögur ár hefur lið Moldóvu aðeins unnið Andorra og San Marínó. Stutt er hins vegar síðan Ísland mætti bæði Tyrklandi og Frakklandi og þá mætti Ísland liði Albaníu í undankeppni HM 2014. Þá hefur Ísland mætt Andorra fimm sinnum, fyrst í undankeppni EM 2000 en þrisvar í æfingarleik síðan þá. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var viðstaddur dráttinn og ræddi riðilinn sem liði lenti í eftir að dregið var í samtali við heimasíðu KSÍ. „Þetta er áhugaverður riðill, erfiður riðill. Við hefðum getað fengið auðveldari riðil en að sama skapi hefði hann getað verið erfiðari, þú veist hins vegar aldrei hversu erfiður hann er fyrr en þú spilar leikina. Frakkar eru að sjálfsögðu sigurstranglegastir, síðan fengum við Tyrki og við vonum bara að við höldum áfram að ná góðum úrslitum gegn þeim eins og undanfarið. Við þurfum að vera góðir, öll lið þurfa að vera það ef þau ætla sér alla leið í úrslitakeppnina. Það á við í öllum leikjum,“ segir Hamrén.
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Fleiri fréttir Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Sjá meira