Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 09:44 Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. Vísir/AP Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping sættust á „vopnahlé“ í tollastríðinu svokallaða með því að fresta innleiðingu nýrra verndartolla. Það er þó einungis tímabundið og mun halda í 90 daga á meðan viðræðurnar fara fram. Nái leiðtogarnir viðunanandi samningum gæti vel verið að þeir hverfi alfarið frá innleiðingu tollanna. Þetta er afrakstur leiðtogafundarins G-20 sem fór fram í Buenos Aires í Argentínu í gær. Áður en leiðtogafundurinn fór fram var haft eftir Bandaríkjaforseta að hann hyggðist hækka tolla á kínverskar vörur þegar nýja árið gengi í garð að andvirði 200 milljarða bandaríkjadala. Á fundi þeirra Trumps og Jinpings samdi hinn fyrrnefndi um að hætta við þau áform tímabundið. Þetta hefði þýtt hækkun tolla úr 10% í 25%. Þetta var í fyrsta sinn sem leiðtogarnir tveir mættust augnliti til augnlitis frá því tollastríðið skall á snemma á þessu ári en tollastríðið hefur haft víðtæk áhrif í heimi viðskiptanna.Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kemur fram að tollar á kínverskan varning verði óbreyttir í 90 daga en komist þjóðarleiðtogarnir tveir ekki að niðurstöðu á þeim tíma munu Bandaríkjaforseti standa við innleiðngu hækkunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15 Kínverjar kynna svar við verndartollum Trump Bandaríkin og Kína munu bæði leggja tolla vörur hvors annars síðar í þessum mánuði. 8. ágúst 2018 16:38 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping sættust á „vopnahlé“ í tollastríðinu svokallaða með því að fresta innleiðingu nýrra verndartolla. Það er þó einungis tímabundið og mun halda í 90 daga á meðan viðræðurnar fara fram. Nái leiðtogarnir viðunanandi samningum gæti vel verið að þeir hverfi alfarið frá innleiðingu tollanna. Þetta er afrakstur leiðtogafundarins G-20 sem fór fram í Buenos Aires í Argentínu í gær. Áður en leiðtogafundurinn fór fram var haft eftir Bandaríkjaforseta að hann hyggðist hækka tolla á kínverskar vörur þegar nýja árið gengi í garð að andvirði 200 milljarða bandaríkjadala. Á fundi þeirra Trumps og Jinpings samdi hinn fyrrnefndi um að hætta við þau áform tímabundið. Þetta hefði þýtt hækkun tolla úr 10% í 25%. Þetta var í fyrsta sinn sem leiðtogarnir tveir mættust augnliti til augnlitis frá því tollastríðið skall á snemma á þessu ári en tollastríðið hefur haft víðtæk áhrif í heimi viðskiptanna.Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu kemur fram að tollar á kínverskan varning verði óbreyttir í 90 daga en komist þjóðarleiðtogarnir tveir ekki að niðurstöðu á þeim tíma munu Bandaríkjaforseti standa við innleiðngu hækkunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30 Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15 Kínverjar kynna svar við verndartollum Trump Bandaríkin og Kína munu bæði leggja tolla vörur hvors annars síðar í þessum mánuði. 8. ágúst 2018 16:38 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Tollastríð gæti leitt til skjálfta í öllu efnahagslífi heimsins Formlegt tollastríð er skollið á milli tveggja stærstu hagkerfa heims, það er að segja Bandaríkjanna og Kína. 6. júlí 2018 19:30
Tollastríð ESB og Bandaríkjanna mun ekki bitna á innflutningi til Íslands Sú ákvörðun Evrópusambandsins að setja tolla á vörur frá Bandaríkjunum mun ekki hafa áhrif á verð á vörum sem fluttar eru frá Bandaríkjunum hingað til lands því Ísland stendur utan við tollabandalag Evrópusambandsins þótt það sé hluti af innri markaði sambandsins. 22. júní 2018 12:15
Kínverjar kynna svar við verndartollum Trump Bandaríkin og Kína munu bæði leggja tolla vörur hvors annars síðar í þessum mánuði. 8. ágúst 2018 16:38
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila