Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Sunna Sæmundsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 1. desember 2018 20:22 Jón Ólafsson prófessor telur að virkja þurfi siðanefnd Alþingis vegna Klaustursmálsins svokallaða. Fréttablaðið/Anton Brink Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“ Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. Jón Ólafsson prófessor segir erfitt að fullyrða hversu mikil áhrif hneykslismál hafi á virðingu Alþingis til lengri tíma. „Það getur ekki haft góð áhrif. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir neinn, þannig að það skiptir auðvitað mjög miklu máli hvernig er síðan unnið úr því og hvort það er gert á trúverðugan hátt,“ segir Jón. Komið hefur fram að Forsætisnefnd mun taka Klaustursupptökurnar svokölluðu fyrir á mánudag. Nefndin sér um að vísa málum áfram til siðanefndar Alþingis en það hefur aldrei áður verið gert. Jón telur þetta kjörið tækifæri til þess að virkja nefndina í fyrsta sinn. „Reyndar þá finnst mér að það hefðu önnur mál fara til hennar fyrr, en Forsætisnefndin virðist hafa túlkað þetta svo þröngt að hún hefur ekki nýtt sér tækifærin til þess að virkja siðanefndina eða nýta hana og fjölga þeim kanölum sem er hægt að nota til þess að fjalla um mál.“ Jón telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. „Maður getur fundið nokkra staði í siðareglunum þar sem þetta [efni Klaustursupptakanna] myndi teljast brot á þeim. Eitt er bara þetta sem er kallað virðing Alþingis. Þarna er fólk að haga sér á þann hátt sem er í fullkomnu ósamræmi við þær væntingar sem við höfum til embættismanna og kjörinna fulltrúa.“
Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10 Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26 Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Karl Gauti segist ekki hafa kallað Eygló „galna kerlingaklessu“ Karl Gauti Hjaltason segir fjölmiðla hafa ranglega eignað sér ummæli af Klaustursupptökunni svokölluðu um Eygló Harðardóttur. 1. desember 2018 14:10
Áslaug Arna: „Öllum leið illa“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að það hafi komið henni á óvart hversu gróft og persónulegt baktal þingmannahópsins var. 1. desember 2018 15:26
Ólafur: „Ég óttast að ákvörðun stjórnarinnar muni eftir á að hyggja þykja illa ígrunduð“ Ólafur Ísleifsson hyggst starfa áfram sem óháður þingmaður á Alþingi. 1. desember 2018 14:39