Getur reynst flókið að leysa úr yfirráðum yfir þingflokki Flokks fólksins Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2018 12:00 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Það getur reynst flókið að leysa úr því hverjir sitja að lokum áfram í núverandi þingflokki Flokks fólksins. Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. Inga Sæland segist hafa bæði stjórn og almenna flokksmenn á bakvið sig í baráttunni fyrir bættu siðferði í íslenskum stjórnmálum. Samþykkt var með átta atkvæðum af níu í stjórn Flokks fólksins í gær að vísa Ólafi Ísleifssyni formanni þingflokks og Karli Gauta Hjaltasyni varaformanni þingflokksins úr flokknum. Níundi stjórnarmaðurinn, Karl Gauti, mætti ekki á stjórnarfundinn enda telja hann og Ólafur að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Inga Sæland formaður flokksins og vísar því aftur á móti á bug. Það er í sjálfu sér er einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu að tveir þingmenn séu reknir úr flokkum sínum. Hins vegar eru þeir Ólafur og Karl Gauti enn í þingflokki Flokks fólksins þótt ekki fari milli mála að formaður flokksins, stjórn flokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður vilja þá tvímenninga úr þingflokknum. „Flokkur fólksins vill betra siðferði inni á þingi og við tökum ábyrgð á okkar gerðum. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera nú,” segir Inga.En svona fyrir utan stjórnina eruð þið að heyra almennt í fólki í flokknum, hvernig er hljóðið í hinum almenna flokksmanni? „Í rauninni myndi ég segja að hljóðið í hinum almenna flokksmanni, stjórninni og öllum sem að þessu koma er þannig að ég get ekki annað en staðið keik í brúnni og barist með oddi og egg fyrir fyrir réttlæti og bættu siðferði. Ég er bara með gríðarlega góðan stuðning og yndislegt fólk allt í kring,” segir Inga. Þrátt fyrir þetta er ekki víst að það verði síðan einfalt að leysa úr málum fjögurra manna þingflokks þar sem þrjá þingmenn þarf til að mynda nýjan þingflokk á Alþingi. Þar sem þingflokkur Flokks fólksins uppfyllti þau skilyrði að loknum kosningum segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis að hann geti verið það áfram. Spurningin er hver ræður þeim þingflokki? Karl Gauti segir stjórn flokksins hafa lögsögu yfir flokknum sjálfum. „Þau geta vísað okkur úr flokknum eins og ég sagði.”Þið getið þá sótt áfram þingflokksfundi með hinum tveimur þingmönnunum þú og Ólafur ef þau vilja ekki sitja þingflokksfundi með ykkur? „Ég skal nú ekki segja. Ég er nú varaformaður þingflokksins og Ólafur er formaður þingflokksins. Þannig að ég veit nú ekki alveg hvernig þau ætla að koma þessu fram,” sagði Karl Gauti seinnipartinn í gær þegar hann var enn að vona að sættir gætu tekist í flokknum. En þetta skýrist væntanlega frekar nú um helgina eða strax og þingfundir hefjast á mánudag. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Það getur reynst flókið að leysa úr því hverjir sitja að lokum áfram í núverandi þingflokki Flokks fólksins. Þótt bæði formaður og varaformaður þingflokksins hafi verið reknir úr flokknum eru þeir enn í þingflokknum. Inga Sæland segist hafa bæði stjórn og almenna flokksmenn á bakvið sig í baráttunni fyrir bættu siðferði í íslenskum stjórnmálum. Samþykkt var með átta atkvæðum af níu í stjórn Flokks fólksins í gær að vísa Ólafi Ísleifssyni formanni þingflokks og Karli Gauta Hjaltasyni varaformanni þingflokksins úr flokknum. Níundi stjórnarmaðurinn, Karl Gauti, mætti ekki á stjórnarfundinn enda telja hann og Ólafur að ólöglega hafi verið boðað til fundarins. Inga Sæland formaður flokksins og vísar því aftur á móti á bug. Það er í sjálfu sér er einstakur viðburður í íslenskri stjórnmálasögu að tveir þingmenn séu reknir úr flokkum sínum. Hins vegar eru þeir Ólafur og Karl Gauti enn í þingflokki Flokks fólksins þótt ekki fari milli mála að formaður flokksins, stjórn flokksins og Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður vilja þá tvímenninga úr þingflokknum. „Flokkur fólksins vill betra siðferði inni á þingi og við tökum ábyrgð á okkar gerðum. Og það er nákvæmlega það sem við erum að gera nú,” segir Inga.En svona fyrir utan stjórnina eruð þið að heyra almennt í fólki í flokknum, hvernig er hljóðið í hinum almenna flokksmanni? „Í rauninni myndi ég segja að hljóðið í hinum almenna flokksmanni, stjórninni og öllum sem að þessu koma er þannig að ég get ekki annað en staðið keik í brúnni og barist með oddi og egg fyrir fyrir réttlæti og bættu siðferði. Ég er bara með gríðarlega góðan stuðning og yndislegt fólk allt í kring,” segir Inga. Þrátt fyrir þetta er ekki víst að það verði síðan einfalt að leysa úr málum fjögurra manna þingflokks þar sem þrjá þingmenn þarf til að mynda nýjan þingflokk á Alþingi. Þar sem þingflokkur Flokks fólksins uppfyllti þau skilyrði að loknum kosningum segir Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis að hann geti verið það áfram. Spurningin er hver ræður þeim þingflokki? Karl Gauti segir stjórn flokksins hafa lögsögu yfir flokknum sjálfum. „Þau geta vísað okkur úr flokknum eins og ég sagði.”Þið getið þá sótt áfram þingflokksfundi með hinum tveimur þingmönnunum þú og Ólafur ef þau vilja ekki sitja þingflokksfundi með ykkur? „Ég skal nú ekki segja. Ég er nú varaformaður þingflokksins og Ólafur er formaður þingflokksins. Þannig að ég veit nú ekki alveg hvernig þau ætla að koma þessu fram,” sagði Karl Gauti seinnipartinn í gær þegar hann var enn að vona að sættir gætu tekist í flokknum. En þetta skýrist væntanlega frekar nú um helgina eða strax og þingfundir hefjast á mánudag.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48 Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31 Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32 Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53 Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Ræða hvort vísa skuli Karli Gauta og Ólafi úr flokknum Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður og þingmaður Flokks fólksins, segir að þeir Karl Gauti Hjaltason og Ólafur Ísleifsson, þingmenn flokksins, eigi að segja af sér. 30. nóvember 2018 14:48
Segir mikilvægt að Alþingi fari vel yfir Klaustursmálið og grípi til aðgerða Þetta kemur fram á Facebook-síðu ráðherrans þar sem hún leggur út af fréttaflutningi síðastliðinna tvo daga af samtali þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins á Klaustur Bar, en samtalið náðist á upptöku. 30. nóvember 2018 09:31
Þingmennirnir á Klaustri skipa alla stjórn Miðflokksins Stjórn Miðflokksins er skipuð fjórum aðilum. Sömu fjórum og komu saman á Klausturbar og ræddu meðal annars kollega sína á Alþingi. 30. nóvember 2018 14:32
Karl Gauti kallaði Eygló Harðardóttur „galna kerlingarklessu“ Eygló Harðardóttir fyrrverandi félags-og húsnæðismálaráðherra var kölluð galin kerlingarklessa á Klaustursupptökunum. 1. desember 2018 09:53
Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. 1. desember 2018 08:15