Sjóliðarnir fluttir til Moskvu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 09:30 Einn úkraínsku sjóliðana í fylgd rússnesks FSB-liða. Nordicphotos/AFP Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea Rússland Úkraína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Þeir 24 úkraínsku sjóliðar sem Rússar handtóku eftir hertöku þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi um síðustu helgi voru í gær fluttir í fangelsi í Moskvu. Þar af er 21 haldið í Lefortovo-fangelsinu en þeir þrír sem særðust við hertökuna eru á sjúkrahúsvæng annars fangelsis. Þetta kom fram á rússnesku fréttastöðinni Rain í gær. Reuters sagði frá því í gær að yfirvöld í Úkraínu neituðu nú öllum fullorðnum, rússneskum karlmönnum um inngöngu í landið. Ástæðan er að herlög eru nú í gildi eftir atburði síðustu helgar. Petró Pórósjenkó forseti hefur sagt þessar aðgerðir nauðsynlegar til að koma í veg fyrir innrás enda gætu óeinkennisklæddir Rússar annars hæglega komist til Úkraínu líkt og er sagt hafa gerst árið 2014 þegar aðskilnaðarsinnar tóku yfir austurhluta landsins og Rússar innlimuðu Krímskaga. Annegret Kramp-Karrenbauer, ein þeirra sem sækjast eftir því að taka við af Angelu Merkel sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, sagði í gær að bæði ESB og Bandaríkin ættu að íhuga að banna siglingar rússneskra skipa af Asovshafi um hafnir sínar. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði í gær að hann byggist við því að leiðtogaráðið myndi framlengja gildistíma þvingana gegn Rússum þegar þeir funda um miðjan desember og kallaði aðgerðir Rússa á Asovshafi óboðlegar. – þea
Rússland Úkraína Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira