Hertaka og Khashoggi ofarlega á blaði hjá G20 Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 1. desember 2018 08:00 Mohammed bin Salman og Vladímír Pútín eru líklegast tveir umdeildustu gestir G20-fundarins. Nordicphotos/AFP Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis. Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Leiðtogar G20-ríkjanna mættu til fundar í Buenos Aires, höfuðborgar Argentínu, í gær. Til umræðu var til að mynda tollastríð Bandaríkjanna og Kína, útganga Bretlands úr Evrópusambandinu, hertaka þriggja úkraínskra herskipa á Asovshafi og morðið á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, sem Mohammed bin Salman krónprins er sagður bera höfuðábyrgð á. Fundinum lýkur í dag. Gærdagurinn hófst af krafti þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti, Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og Enrique Pena Nieto, sem lætur af embætti Mexíkóforseta í dag, undirrituðu nýjan fríverslunarsamning sem hugsaður er sem arftaki NAFTA-samningsins. Málið var eitt af helstu loforðum Trumps í kosningabaráttunni. „Þetta hefur verið langt og ansi erfitt ferli. Við höfum þurft að taka á okkur ýmis högg á leiðinni en þetta er öllum ríkjunum til hagsbóta,“ sagði Trump. Samningurinn fer nú fyrir þing ríkjanna þriggja og það gæti reynst Trump erfitt enda fengu Demókratar meirihluta í fulltrúadeildinni í kosningum í nóvember. Trump átti bókaðan fund með Vladimír Pútín, forseta Rússlands, á G20-fundinum en aflýsti vegna fyrrnefndrar hertöku Rússa á úkraínsku herskipunum. María Sakarova, upplýsingafulltrúi rússneska utanríkisráðuneytisins, véfengdi í gær þessa útskýringu Trumps. Sagði líklegra að svarið lægi í bandarískum innanríkismálum. Þar vitnaði hún til rannsóknar sérstaks saksóknara á meintu samráði forsetaframboðs Trumps við Rússa, sem bæði Trump og Rússar neita að hafi átt sér stað. Þegar Trump mætti til fundar í gær sagði fréttaveita AP að hann hefði heilsað leiðtogum Kanada, Japans og Frakklands og rætt við þá. Hann hafi hins vegar gengið beinustu leið fram hjá, ekki einu sinni heilsað, Pútín og Mohammed krónprins. AP sagði sömuleiðis frá því að óeining á meðal G20-ríkjanna virtist ætla að valda því að ekki næðist nokkur samstaða um sameiginlega yfirlýsingu um stefnu í loftslagsmálum og fríverslun. Eins og frægt er orðið dró Trump ríki sitt út úr Parísarsamkomulaginu og þá á hann sömuleiðis í tollastríði við Evrópu, Kanada og Kína. Xi Jinping, forseti Kína, fundaði með Trump í gær vegna tollastríðsins. Það lá þó ekki fyrir þegar Fréttablaðið fór í prentun hver afrakstur fundarins var. Sömuleiðis fundaði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, með Mohammed krónprins en sömu sögu er að segja af þeim fundi. May hafði áður sagst ætla að ræða sérstaklega um mál Khashoggis.
Argentína Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Kanada Morðið á Khashoggi Rússland Suður-Ameríka Úkraína Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Stöðvaði líkamsárásina við Aktu taktu Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira