Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2018 12:44 Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar,. Vísir/Völundur Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson. Kjaramál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. Fundur í samninganefnd Eflingar í kvöld ræður úrslitum um hvort samninganefnd Starfsgreinasambandsins klofnar. Tillaga formanna Eflingar, Drífandi í Vestmannaeyjum, Framsýnar á Húsavík, Verkalýðsfélags Akraness, Verkalýðsfélags Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélags Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur um að vísa kjaradeilu félaga innan Starfsgreinasambandsins nú þegar til Ríkissáttasemjara var felld í sameiginlegri samninganefnd félaga sambandsins á föstudag. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar telur líklegt að samþykkt verði á fundi samninganefndar Eflingar í kvöld að félagið kljúfi sig frá samninganefnd Starfsgreinasambandins. „Við verðum að bíða og sjá til. Fundurinn er í kvöld og þau eru búin að liggja yfir þessu síðustu daga hvað þau ætla að gera greinilega,” segir Aðalsteinn. Hann hafi sjálfur verið talsmaður þess að félögin innan Starfsgreinasambandsins ynnu öll saman.Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. FBL/ANTON BRINK„Og auðvitað finnst mér sárt að þetta skuli þurfa að brotna aftur í tvo hópa. En vissulega er mikill áherslumunur innan verkalýðshreyfingarinnar. Þannig að kannski er þetta eitthvað sem er óumflýjanlegt en ég vona ekki,” segir Aðalsteinn. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. „Mér fyndist það ekkert ólíklegt ef mál þróast svona. Það verði þá búin til mjög stórt bandalag Eflingar og VR og einhverra félaga sem færu þá með þeim. Það yrði náttúrlega gríðarlega öflugt bandalag og sterkt,” segir Aðalsteinn. Það sé hins vegar erfitt að segja hvort öll félögin sjö sem vildu vísa kjaradeilunni til Ríkissáttasemjara færu með Eflingu í slíkt bandalag en vissulega væri verið að skoða þá möguleika. Málin skýrðust betur í kvöld. Þessi sjö félög hafi viljað segja upp kjarasamningum í febrúar þegar samningsforsendur hafi verið brostnar en orðið undir. Aðalsteinn dregur enga fjöður yfir að með því að vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara geti félögin fljótlega farið að hóta aðgerðum. Það þurfi að hraða samningaferlinu undir verkstjórn Ríkissáttasemjara þannig að nýir samningar taki sem fyrst gildi. „Það er hluti af þessu, að visa núna og reyna að klára viðræðurnar og ef ekki stefna þá í átök eftir áramótin. En þetta tefst allt verulega með því að visa ekki núna.”Þannig að menn bíða svolítið eftir Eflingu í kvöld? „Já, menn bíða eftir niðurstöðu kvöldsins,” segir Aðalsteinn Baldursson.
Kjaramál Mest lesið Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Fleiri fréttir „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira