BHM gagnrýnir Ásmund fyrir stöðuveitingar Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2018 11:57 Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra. Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“ Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Bandalag háskólamanna, BHM, hvetur stjórnvöld til að fara að auglýsingaskyldu þegar ráðið er í störf hjá hinu opinbera. Þó svo að ráðherra hafi heimild til að flytja fólk á milli embætta sé það ekki í takt við þá „vönduðu stjórnsýsluhætti“ sem bandalagið vill sjá í ráðningamálum stjórnvalda. Tilefni ákalls BHM eru nýlegar stöðuveitingar félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Skammt er síðan hann skipaði í tvö embætti innan væntanlegs nýs félagsmálaráðuneytis, auk þess að skipa í embætti forstjóra Vinnueftirlits ríkisins. BHM bendir í tilkynningu sinni á að ekkert þessara embætta hafði verið auglýst laust til umsóknar. Þess í stað hafi ráðherra nýtt sér heimild í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - „þar sem segir að stjórnvald, sem skipað hefur mann í embætti, geti flutt hann í annað embætti sem undir stjórnvaldið heyrir og þurfi þá ekki að auglýsa það,“ eins og það er orðað í tilkynningu BHM. „Af þessu tilefni bendir BHM á að auglýsingaskylda er meginregla við ráðningar í störf hjá ríkinu. Auglýsingaskyldan er í samræmi við þá skyldu sem hvílir almennt á stjórnvöldum að gæta jafnræðis milli borgaranna og stuðla að því að ríkið hafi ávallt á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Enda þótt tilteknar undantekningar frá auglýsingaskyldu geti átt rétt á sér í sérstökum tilvikum telur BHM að of langt hafi verið gengið í því að lögfesta slíkar undantekningar á síðustu árum á kostnað gagnsærrar stjórnsýslu.“ Að þessu sögðu geri BHM kröfu til stjórnvalda um „vandaða stjórnsýsluhætti“ við ráðningar í störf. Þrátt fyrir að lög heimili annað þá séu það vandaðir stjórnsýsluhættir að mati bandalagsins að auglýsa þegar til stendur að „ráðstafa takmörkuðum gæðum,“ eins og BHM orðar það. „Með auglýsingu er öllum sem áhuga hafa og uppfylla skilyrði gefið tækifæri á að sækja um. Að mati bandalagsins brjóta rúmar undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum hjá hinu opinbera í bága við jafnræðisreglur stjórnsýsluréttar ásamt því að draga úr gagnsæi í stjórnsýslunni.“
Kjaramál Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Gissur verður ráðuneytastjóri í nýju félagsmálaráðuneyti Gissur Pétursson, núverandi forstjóri Vinnumálastofnunar, tekur við embætti ráðuneytisstjóra nýstofnaðs félagsmálaráðuneytis frá 1. janúar næstkomandi. 14. desember 2018 13:48