Furðulegar ástæður fyrir því að nýbakaður faðir fær ekki fæðingarorlof Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2018 17:08 Kári Rafn Karlsson á ekki von á því að fara í fæðingarorlof á næstunni. Vísir Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Kári Rafn Karlsson, Skagamaður og faðir síðan í sumar, þarf að bíða í einhvern tíma eftir því að komast í fæðingarorlof. Ástæðan er sú að skilnaður kærustu hans og barnsmóður var ekki genginn í gegn þegar barnið fæddist í sumar. Munaði tveimur dögum en stúlkan fæddist nokkrum dögum fyrir tímann. Í íslenskum lögum segir að eiginmaður giftrar konu sé faðir barns sem getið er í hjónabandinu. Þangað til fyrrverandi eiginmaður konunnar gefur blóðsýni á Kári Rafn ekki rétt á fæðingarorlofi. Kári Rafn greinir frá stöðu mála á Facebook. Þau hafi eignast barnið í sumar og allt gengið vel. Nema hann sé ekki faðir barnsins. „Alla vega ekki ef þú spyrð íslenska ríkið. Það er nefnilega þannig að á Íslandi eru í gildi lög sem segja að ef kona er gift þá er eiginmaður hennar faðir þeirra barna sem eru getin í hjónabandinu. Já, þú last rétt, á Íslandi árið 2018 geta nýbakaðir feður lent í því að íslenska ríkið neitar því að þeir séu yfir höfuð feður. Þess í stað er einhver maður í bandaríkjunum skráður faðir barnsins míns sem hefur ekkert með það að gera. Kærastan mín var sem sagt gift manni þegar barnið var getið. Skilnaðurinn varð loksins endanlegur tveimur dögum eftir að barnið fæddist en skilnaðarferlið hafði tekið hátt í tvö ár.“Ósamvinuþýður fyrrverandi Um er að ræða 2. grein barnalaga þar sem segir: Eiginmaður móður barns telst faðir þess ef það er alið í hjúskap þeirra. Hið sama gildir ef barn er alið svo skömmu eftir hjúskaparslit að það sé hugsanlega getið í hjúskapnum. Þetta gildir þó ekki ef hjónin voru skilin að borði og sæng á getnaðartíma barnsins eða ef móðir þess giftist eða skráir sambúð sína í þjóðskrá, með öðrum manni, fyrir fæðingu barnsins. Kári hefur leitað sér lögfræðiaðstoðar en ferlið tekur tíma. Þangað til fari hann ekki í fæðingarorlof enda þurfi hann jú að eiga barn til þess. „Þetta finnst mér einfaldlega vera mannréttindabrot, þ.e.a.s. að íslenska ríkið sé að valda því að ég get ekki eytt tíma með nýfæddu barninu og aðstoðað kærustuna mína við umönnun þess. Eitthvað sem flestir, og nánast allir, feður geta gert.“ Nú sé staðan á málinu sú að maðurinn sem er skráður faðir barnsins neitar að gefa blóðsýni.Munaði tveimur dögum „Bandaríkin og íslenska ríkið eru með samning sín á milli sem dekkar svona vitleysu þannig að hann mun þurfa að gefa blóð á endanum. Það tekur hins vegar óratími að fá því framgengt þannig að ég verð barnslaus áfram um ófyrirséða framtíð. Ég hefði nú haldið að það væri einfaldara að taka blóðsýni úr mér og bera það saman við sýni úr dóttur minni en það má víst ekki.“ Fyrir utan lögin segir Kári Rafn að það hjálpi ekki að fyrrverandi eiginmaður konunnar sé ekki samvinnuþýður. Þá hafi þau verið óheppin að því leyti að stúlkan fæddist fyrir tímann 8. júlí en skilnaðurinn gekk ekki í gegn tveimur dögum síðar. Hefði skilnaðurinn gengið í gegn fyrir fæðingu hefðu þau getað drifið sig í Þjóðskrá, skráð sig í sambúð og vandamálið hefði verið úr sögunni. Hann á ekki von á að málið leysist á næstunni. Bandaríkjamaðurinn hafi ekki mætt í dómssal þangað sem honum var stefnt og nú vilji hann ekki gefa blóðsýni. Ef úr verði að handtökuskipun þurfi að gefa út geti málið tekið langan tíma.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent